fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Að ná völdum, halda þeim en glutra þeim ekki niður

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. október 2016 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóra fréttin þessa dagana eru samræður stjórnarandstöðuflokkana stjórnarmyndun. Þetta eru flokkarnir sem hafa setið saman á þingi undanfarið þrjú og hálft ár í andstöðu við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, svo að einhverju leyti hafa þeir þegar verið að vinna saman.

Reyndar virðist þetta vera dálítið viðkvæmt mál, því maður sér að sumir stuðningsmenn þessara flokka ítreka að þetta sé „samtal“ en ekki stjórnarmyndun, einhvers konar kaffispjall semsé.

Það má vera, en Viðreisn vill ekki vera með – hún er opin í báða enda, eins og eitt sinn var sagt, og á kannski heldur ekki samleið með öllum flokkunum sem þarna funda. Af þeim flokkum sem eiga möguleika að fá mann á þing eru kannski mestu andstæðurnar milli Viðreisnar og VG.

En í þessu felst auðvitað nokkuð sterk skuldbinding gagnvart stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun vikuna fram að kosningum hamast á því að hér sé í uppsiglingu vinstri stjórn undir forystu Pírata og VG – því verður ekki neitað að þarna glittir í ásjónu vinstri stjórnar.

Í bókum Sjálfstæðismanna hefur vinstri stjórn ævinlega þýtt glundroða. „Varist vinstri slysin“ er frægt slagorð Sjálfstæðisflokksins, og í eina tið var oft vísað í svokallaða „glundroðakenningu“ þegar vinstri flokkar eru annars vegar.

Svo er spurning hvernig þetta virkar núorðið. Það er ekkert í hendi með að stjórnarndstöðuflokkarnir fjórir nái meirihluta – kannski þyrftu þeir líka á Viðreisn að halda til að mynda starfhæfa stjórn? Fyrirfram virkar stjórn fjögurra til fimm flokka heldur ótraust, en það gekk þó á árunum 1988 til 1991, þá lifði stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Borgaraflokks til enda kjörtímabils og þótti ágætlega starfhæf.

Gunnar Smári Egilsson skoðar fall ríkisstjórna síðan 1980.

Frá 1980 hafa setið ellefu ríkisstjórnir. Þar af hafa þrjár ekki dugað út kjörtímabilið. Þær eru ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar (D+B+A), ríkisstjórn Geirs H. Haarde (D+S) og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar/Sigurðar Inga Jóhannessonar (B+D). Aðrar ríkisstjórnir hafa setið út sín kjörtímabil þótt einhverjar mannabreytingar hafi orðið. Það er erfitt að meta hvað einkennir þessar þrjár sem féllu en þó er eitt augljóst. Sjálfstæðisflokkurinn átti sæti í þeim öllum.

Það er alveg rétt hjá Gunnari Smára að síðustu stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í hafa ekki verið stöðugar. Hann reyndar ekki að áratuginn á undan, 1970 til 1980 sátu tvær vinstri stjórnir sem féllu báðar fyrir lok kjörtímabils, sú fyrri sat í þrjú ár, hin síðari ekki nema í eitt ár. Það var þá að glundroðakenningin var í fullu gildi.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur náði að lafa fram að lokum kjörtímabils, en hún var í raun búin að missa meirihlutann og var lömuð til flestra verka, en hún er þó fyrsta vinstri stjórn á Íslandi sem hefur náð að sitja heilt kjörtímabil, frá upphafi til enda.

En svo má líta þetta frá öðrum sjónarhóli. Í stjórnmálum skiptir ekki bara máli að ná völdum, heldur þarf líka að halda þeim. Í sögu lýðveldisins hefur það ekki enn gerst að vinstri stjórn hafi lifað af kosningar (ef undanskilið er að minnihlutastjórn Jóhönnu sem tók við völdum í febrúar 2009 náði að sigra í kosningum í apríl sama ár).

Þetta er kannski eitthvað sem stjórnarandstöðuflokkarnir sem nú eiga „samtal“ þurfa að íhuga. Þeir fá kannski ekki mikinn tíma til að koma málum sínum í framkvæmd – hvernig geta þeir haldið völdum? Hvernig kemur til dæmis hugmyndin um stutt kjörtímabil þar sem aðaláherslan er á stjórnarskrá út í því sambandi?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum