fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Gömlu (ekki endilega góðu) dagarnir í Ríkinu

Egill Helgason
Laugardaginn 22. október 2016 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er stórkostlegur vitnisburður um liðna en þó ekki svo fjarlæga tíma á Íslandi. Myndin birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir. Þarna bíður fólk eftir afgreiðslu í einu útibúi ÁTVR, Ríkinu eins og það var kallað, líklega er þetta fremur við Snorrabrautina en Lindargötu. Ég er þó ekki alveg viss.

Af klæðaburðinum að dæma er myndin tekin í kringum 1980.

Örtröðin bendir til þess að þetta sé síðdegis á föstudegi. Úrvalið í þessum búðum var ekkert til að hrópa húrra fyrir en þarna fengust þó ýmsar tegundir af rauðu og hvítu, vodka, viskí, sénever og gin, en markmið margra á árunum áður en bjórinn var leyfður – þetta er fyrir þann tíma – var að fá sem mestan vínanda fyrir sem minnstan pening.

Þá var annað hvort að kaupa bara brennivín eða tegundir sem töldust vera í milliflokki. Þar komu til sögunnar drykkir eins og Campari, Martini Bianco og Twenty-One. Þeir áttu það sameiginlegt að vera dísætir og klístruðust mikið, en magnið í flöskunni reyndist drjúgt.

Vekja má athygli á öskubökkunum sem standa upp við vegginn hægra megin á myndinni. Tóbaksvarnir höfðu þarna ekki náð þeim hæðum sem síðar varð.

 

14702495_10211165950694830_4037314632163284660_n
Fyrir utan Ríkið var oft líf og fjör. Þar var oft fólk að selja happdrættismiða, merki og annað smálegt, enda staðirnir mjög fjölfarnir. Eftirminnilegasta er þó unga fólkið sem stóð þarna á síðari hluta áttunda áratugarins og seldi blöð sem boðuðu byltingu á Íslandi – Neista, Stéttabaráttuna og Verkalýðsblaðið.

Neisti var málgagn Fylkingarinnar en það voru trotskíistar, Stéttabaráttan var blað KSML sem voru maóistar, Verkalýðsblaðið var gefið út af EIK(ml) sem voru líka maóistar, bara á aðeins annarri línu. Stundum skarst í odda milli þeirra sem voru að selja blöðin, enda blæbrigðamunur á skoðunum þeirra, og þurfti þá stundum að vísa hinum byltingarsinnuðu ungmennum burt svo þau trufluðu ekki verslunina með áfengið.

Í sumum af þessum samtökum ríkti slíkur agi að flokksmönnum var bannað, að viðlagðri harðri gagnrýni á sellufundum eða hreinlega brottrekstri, að sjást drukknir á almannafæri. Það var jafnvel sett bann við því að vera á ferli með poka úr áfengisversluninni, það var talið geta stuðað alþýðuna og latt hana til byltingar.

Hér má sjá forsíðu Verkalýðsblaðsins frá því í ágúst 1979. Þar kemur fram eindreginn stuðningur við Pol Pot sem hafði verið settur af sem leiðtogi Kambódíu fyrr um árið.

 

screen-shot-2016-10-22-at-14-16-55

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum