fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Sigurviss Sigmundur tapaði

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. október 2016 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var orðin almenn skoðun að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndi sigra í formannsslagnum í Framsókn. Fréttir af flokksþinginu virtust benda til þess. Bæði Össur og Svanur voru búnir að spá honum sigri.  Niðurstaðan, afar naumur sigur Sigurðar Inga Jóhannssonar, kom á óvart. Einna mest hissa var Sigmundur Davíð sem gekk á dyr eftir að úrslitin voru kunngjörð og vildi ekkert segja um framtíð sína í pólitík.

Hann var sjálfur sigurviss, vonbrigði hans eru þeim mun meiri. Það gæti hafa skipt sköpum hversu margir út þingflokknum sneru við honum baki.

Framsóknarflokkur undir stjórn Sigurðar Inga verður öðruvísi en flokkur Sigmundar Davíðs. Það sem Sigurður Ingi hefur lagt mesta áherslu á undanfarna daga er að aðrir stjórnmálaflokkar séu ekki „óvinir“. Ólíkt Sigmundi er hann ekki maður átaka eða ögrana. Löngum var það tilverugrundvöllur Framsóknarflokksins að hann væri á miðjunni og gæti unnið með öllum.

Hvað gerir Sigmundur þá? Hann hefur verið eins og eldibrandur í íslenskum stjórnmálum síðan hann birtist þar fyrst fyrir átta árum, varð formaður Framsóknarflokksins með litlum fyrirvara. Sigmundur á öruggt þingsæti í Norðausturkjördæmi. Hann yrði væntanlega áfram ráðherraefni í flokknum. Nægir það honum? Ef hann gæfi þingsætið eftir er Þórunn Egilsdóttir næst í röðinni.

Svo hefur verið nefndur, kannski meira í flimtingum, möguleikinn á að Sigmundur og stuðningsmenn hans fari í sérframboð. Það er ennþá tími, framboðsfrestur er til 14. október. Þetta verður samt að teljast ólíklegt, límið í Framsóknarflokknum er býsna sterkt og í seinni tíma sögu flokksins hefur verið lítið um klofning þótt átök hafi geisað – ja, varla síðan Ólafur Ragnar Grímsson yfirgaf flokkinn með Möðruvallahreyfingunni í formannstíð Ólafs Jóhannessonar.

 

screen-shot-2016-10-02-at-16-41-09

Svona birtist fréttin á vef RÚV. Sigmundur situr sem fastast. Hlýtur að koma til greina sem ein af fréttamyndum ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði