fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Þegar Ólafur Ragnar gerði stjórnarsáttmála upp á sitt eindæmi

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. október 2016 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í alþingiskosningum 1995 ætlaði Ólafur Ragnar Grímsson að freista þess að fella ríkisstjórnina sem þá var skipuð Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki. Hann setti saman, upp á sitt eindæmi, stjórnarsáttmála fyrir ríkisstjórn sem yrði mynduð af Alþýðubandalaginu, þar sem hann var formaður, Kvennalista, Framsókarflokki og Þjóðvaka.

Eins og kemur fram í þessari frétt á forsíðu Vikublaðsins, sem þá var málgagn Alþýðubandalagsins, sendi Ólafur Ragnar flokkunum skjal sem bar yfirskriftina „Drög að stefnuyfirlýsingu vinstri stjórnar“. Fréttin birtist í blaðinu daginn fyrir kosningarnar sem voru 8. apríl.

 

screen-shot-2016-10-16-at-17-30-23

 

Framsóknarflokkur tók þessu ekki vel, en Kvennalisti og Þjóðvaki, sem var klofningur úr Alþýðuflokki undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sýndu jákvæð viðbrögð, segir í fréttinni. Reyndar hafði verið stirt milli Jóhönnu og Ólafs mánuðina áður – eins og síðar varð – en þarna var hann kominn á þá skoðun að Jóhanna gæti jafnvel leitt vinstri stjórn.

Ekkert varð af því fyrir kosningarnar að flokkarnir kvittuðu undir þessa sameiginlegu stefnuyfirlýsingu. Hún hafði raunar verið umtöluð í nokkurn tíma áður en þessi forsíða Vikublaðsins leit dagsins ljós. Sjálfstæðisflokkurinn notaði tiltæki Ólafs óspart í áróðursskyni til að vara við vinstri stjórn.

Björn Bjarnason skrifaði um þessa atburðarás í Morgunblaðið:

 

screen-shot-2016-10-16-at-17-47-46

screen-shot-2016-10-16-at-17-48-20

 

Í kosningunum hélt Sjálfstæðisflokkurinn sínu fylgi nokkurn veginn, fékk 37 prósent, en Framsókn vann stóran sigur og fékk 23 prósent. Þessir flokkar mynduðu ríkisstjórn sem ríkti í 12 ár, en Alþýðuflokknum sem tapaði stórt og fékk 11 prósent var sparkað út í hafsauga.

Vinstri stjórnin sem Ólafur Ragnar hafði gert stjórnarsáttmálann fyrir kom í raun aldrei til álita, enda náðu flokkarnir sem þar skyldu starfa saman ekki meirihluta þótt lítið hafi vantað upp á.

Þetta rifjaðist upp í tengslum við atburði dagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum