Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett á vefinn sýnishorn af myndum úr starfinu. Sumar sýna uppstillt liðið, aðrar gæslu við hátíðlegar athafnir og svo eru myndir sem eru teknar í hita leiksins úti á vettvangi. Þetta er býsna skemmtilegt safn.
Átök við mótmælendur vegna herskipakomu í Sundahöfn í kringum 1980.
Götumynd frá Reykjavík. Þarna virðist hafa myndast nokkuð umferðaröngþveiti. Er þetta Vesturgata? Ég er hreint ekki viss. Gamla húsið fremst til hægri á myndinni er nokkuð hrörlegt en athyglisvert.
Ólafur Thors forsætisráðherra heilsar Ólafi Noregskonungi niðri við höfn. Þarna er líka Ásgeir Ásgeirsson forseti og Guðmundur Í. Guðmundsson utanríkisráðherra.
Þetta er líklega önnur konungskoma. Þarna er gríðarlegur mannfjöldi meðfram Tjarnargötunni. Manni sýnast fánarnir vera íslenskir og danskir. Takið eftir húsunum sem eru þar sem Ráðhúsið er nú.
Aðdáanda bjargað úr þvögunni á Led Zeppelin tónleikunum 1970. Þarna sést í Robert Plant og Jimmy Page.
Kynlegur kvistur hefur tekið að sér umferðarstjórn á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Þekkir einhver karlinn? Af tískunni að dæma er þetta á sjöunda áratugnum.