Það eru ekki allir að fara að kjósa Framsóknarflokkinn, langt í frá. En það er ljóst að hann verður stanslaust í fréttum næstu vikurnar – og kannski alveg fram að kjördegi. Aðrir flokkar munu ekki fá viðlíka athygli.
Vissulega verður hún ekki öll jákvæð, þetta eru fréttir af átökum, deilum og svikabrigslum – en samt, Framsókn verður efst á baugi.
Flokksþingið er um næstu helgi og formannskjörið en síðan þarf að vinna úr úrslitunum – ólíklegt er að það gangi þegjandi og hljóðalaust fyrir sig.
Framsókn stefnir kannski ekki í kosningasigur, en það er ljóst að flokkurinn á sviðið. Þetta er bíó og við erum öll að horfa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.