fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Leonard Cohen í Reykjavík 1988 – og 28 árum síðar með nýtt lag

Egill Helgason
Föstudaginn 23. september 2016 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þess sem við sýnum í þætti sem verður sýndur annað kvöld og fjallar um menningu í sjónvarpi í 50 er brot frá sögufrægum tónleikum Lenonards Cohen í Laugardalshöll 1988. Cohen kom til Íslands og var einstaklega örlátur á sjálfan sig og tónlist sína. Spilaði langa tónleika og áhorfendur kunnu fjarska vel við hann. Það er gaman að sjá lagalistann, Cohen hafði nýlega sent frá sér plötuna I’m Your Man og lék lög eins og First We Taka Manhattan og Take This Waltz af henni, en líka stóran hluta af eldri katalóg sínum, lög eins og Bird on a Wire, Sisters of Mercy, Hallelujah, Susanne, So Long Marianne og Famous Blue Raincoat.

Þetta voru stórkostlegir tónleikar.

Cohen er orðinn 82 ára. Hann hefur er náttúrlega skáld ekki síður en tónlistarmaður, enda hóf hann feril sinn sem rithöfundur.  Í næsta mánuði sendir hann frá sér nýja plötu sem nefnist You Want It Darker – titillagið hefur þegar verið birt á YouTube. Hann syngur þarna með kór úr bænahúsi gyðinga, dauðinn er nálægur, það er myrkur í laginu, heimurinn er í vondu ástandi, og Cohen, orðinn gamall maður, glímir við guð.

 

 

 

Hér er svo Hallelujah – af tónleikunum frægu í Laugardalshöll. Sýnishorn af því sem áheyrendur fengu að njóta þennan sumardag, 24. júní 1988. Hvað varðar innihald er Hallelujah ekki svo langt frá nýja laginu – í báðum tilvikum er viðureign við guð gyðinga og Gamla Testamentisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt