fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Sigmundur styrkir stöðu sína – hik Sigurðar Inga

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. september 2016 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er ekki hægt að neita að eftir fundinn í Mývatnssveit í gær hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkt stöðu sína verulega innan Framsóknarflokksins. Hann sigrar með yfirburðum í kjördæmi sínu, fær mikið fylgi til að leiða framboðslistann þar. Eftir þetta gæti orðið erfitt að fella Sigmund úr formannssætinu í flokknum.

Sigmundi dettur ekki í hug að hætta sjálfum – og þarna er hann kominn með fína viðspyrnu. Hann hikar ekki, ólíkt þeim sem vilja velta honum úr sessi. Þeir eru tvílráðir, það er enn ekki farið að mótast neitt framboð gegn Sigmundi fyrir flokksþingið sem verður um aðra helgi. (Fyrir utan Sveinbjörn Eyjólfsson, en hann mun ekki eiga séns í Sigmund, þótt framboð hans verði þess valdandi að styrkleikamæling fer fram á flokkþinginu.)

En eftir fundinn við Mývatn er ljóst að gríðarlega hörð átök yrðu ef Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra færi fram gegn Sigmundi. Flokkurinn yrði klofinn og það þegar innan við mánuður er til kosninga. Össur Skarphéðinsson skrifaði fyrir fundinn um „dýrkeypt hik Sigurðar Inga“. Össur sá reyndar ekki fyrir að sigur Sigmundar yrði svo stór.

Hik Sigurðar Inga forsætisráðherra á því að taka ákvörðun um framboð til formennsku í Framsókn er líklegt til að verða honum og flokknum dýrkeypt. Hann steig það óvænta skref að tilkynna á miðstjórnarfundi að hann myndi ekki sitja sem varaformaður hjá Sigmundi Davíð eftir næsta flokksþing vegna „samstarfsörðugleika.“ Sigmundur Davíð kannast náttúrlega ekki við þá.

Með yfirlýsingu sinni gaf Sigurður til kynna að hann ætlaði að bjóða sig fram til formanns gegn Sigmundi Davíð. Í kjölfarið bauð Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sig nánast fram til varaformanns. Flestum með fullu viti virtist það gert í samráði við Sigurð Inga. Í klofnum ráðherrahópi Framsóknar nýtur Sigmundur Davíð því einskis stuðnings nema hjá Gunnari Braga Sveinssyni, sem bæði sýnir Sigmundi Davíð merkilega hollustu en ætlar sjálfum sér vitaskuld varaformennsku hjá honum.

Og ennfremur:

En Sigurður Ingi hikaði. Í stjórnmálum er það oft sama og tapa. Merji Sigmundur Davíð efsta sætið á morgun getur Sigurður Ingi ekki orðið formaður nema eftir blóðugan slag við Sigmund, þar sem flokkurinn mun liggja sundurtættur á eftir.

Það eykur svo á óvissuna að það er í raun allsendis óvíst hvort Framsóknarflokknum mun farnast betur í kosningunum undir Sigmundi Davíð eða Sigurði. Sigmundur berst af ákefð, hann er ólíkindatól, heggur ótt og títt í allar áttir, á í afar erfiðu sambandi við pólítíska andstæðinga sína. Hann er gjarn á að lýsa sjálfum sér sem bjargvætti þjóðarinnar og færði flokknum í rauninni nýtt líf í síðustu kosningum. Sökum þessa halda margir Framsóknarmenn tryggð við hann, þrátt fyrir Panamaskjöl og Wintris og afsögnina í vor.

Sigurður Ingi er aftur á móti fremur vel liðinn meðal pólitískra andstæðinga, það er ró í kringum hann, en aldrei sami hetjuljómi og hefur leikið Sigmund í augum flokksmanna. Hann er líklegri til að geta unnið með öðrum flokkum, jafnvel þeim sem nú sitja í stjórnarandstöðu, og þannig komið flokknum í ríkisstjórn – því þar vill Framsókn jú vera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði