fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Birgitta segist hafa gert mistök – undirskriftasöfnun rennur út í sandinn

Egill Helgason
Föstudaginn 16. september 2016 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir miklar deilur í samfélaginu og innan Píratahreyfingarinnar er Birgitta Jónsdóttir komin á þá línu að það hafi verið mistök að sitja hjá við afgreiðslu búvörusamninganna:

Í hjarta mínu vildi ég segja NEI, ég ákvað að virða vinnureglur okkar og fylgja dómgreind þeirra sem áttu áheyrn í nefndinni og það voru mistök vegna þess að á endanum er það bara ég sem stend og fell með mínum ákvörðunum.

Búvörusamningurinn hefur komið róti á stjórnmálin. Andstaða við þá hefur til dæmis hjálpað Bjartri framtíð til að komast aftur inn í þjóðfélagsumræðuna. Gæti jafnvel fleytt flokknum yfir fimm prósentin sem þarf til að ná manni á þing. En þetta er erfitt kosningamál. Umræða um landbúnaðinn rennur alltaf ofan í þekktar skotgrafir, enda er að mörgu leyti hentugt fyrir málsaðila að stilla því þannig upp.

Maður veit ekki fyrr en maður er lentur í liðinu „á móti bændum“ og „með stórversluninni“. Þar vill maður auðvitað alls ekki vera. Samúð manns liggur miklu fremur með bændum en fyrirtækjum eins og Högum. Bóndi er bústólpi og bú er landstólpi, segir í kvæði Jónasar – ég er viss um að flestir Íslendingar vilja fremur hafa það þannig  en að stórar verslunarkeðjur gíni yfir öllu ferlinu, allt frá framleiðslunni og upp í munninn á neytandanum. En þannig hefur það orðið víða um heim, verslunarrisar ráða lögum og lofum gagnvart framleiðendum og birgjum.

Forstjóri Haga gerir umræðunni annars ekki mikið gagn með því að vaða í hana með stórorðum um dýraníð. Þar tryggir hann bókstaflega að málið fer í gamalkunna farið. Bændaforingjar svara fullum hálsi, þetta er margendurtekið efni.

Það virðist annars vera lítil stemming fyrir því að skora á forsetann að neita að skrifa undir búvörusamningana, undirskriftasöfnun þess efnis nær litlu flugi. Einungis 3970 höfðu skrifað undir um hádegisbil í dag. Þetta er semsagt flopp, Guðni Th. þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að taka umdeilda ákvörðun um að neita að skrifa undir eða samþykkja.

Bændasamtökin reyna líka að bera klæði á vopnin með því að segja að þeim sé alvara með samráði og endurskoðun samninganna sem á að verða eftir þrjú ár. Menn geta svo metið hvaða trúnað þeir leggja á þau orð, að einhverju leyti mun þrýstingurinn á bændahreyfinguna ráðast af því hvaða flokkar verða í ríkisstjórn. En stjórnarandstöðuflokkarnir sem hafa orðið fyrir hvað mestri gagnrýni vegna hjásetunnar hafa fundið skjól í þessu, samanber þessa grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, sem situr í öðru sæti hjá VG í Reykjavík norður, hann segist vera bjartsýnn:

Ég er þannig gerður að ég vil frekar reyna að sjá tækifæri í stöðunni en hitt. Nú gefst einstakt tækifæri til að fara í alvöru endurskoðun á umhverfi landbúnaðarmála á Íslandi. Nauðsynleg aðkoma ólíkra hópa er tryggð, launþegar og neytendur munu hafa sitt að segja um það hvernig landbúnaðarkerfi við búum við. Og er það ekki gott?

Eitt viðkvæði bændaforystunnar þessa dagana er að segja að fæstir skilji búvörusamningana eða nenni að kynna sér þá. Maður þarf samt ekki að vera með próf í búvísindum til að fatta að kerfið er ekki að virka. Við verðum líka að kunna að greina á milli bændanna og kerfisins sem hefur byggst upp í kringum landbúnaðinn og virðist lifa sínu eigin lífi. Bændur eru auðvitað misjafnir og kjör þeirra, en hluti bændastéttarinnar virkar beinlínis „minni máttar“.

Milliliðir eru að fá of mikið til sín miðað við hlut bændanna, framleiðslan er of miðstýrð, einkaframtak fær ekki að njóta sín,  það er ekki sniðugt að halda áfram að leggja svo mikla áherslu á framleiðslu kindakjöts, við festum okkur í framleiðslustyrkjum sem eru bundnir við áveðna afurð fremur en að beita nýtingarstykjum, ólíkt því sem hefur verið stefnan erlendis. Eins og Ólafur Arnalds prófessor hefur bent á er lítið vit í því að framleiða of mikið magn af kindakjöti, með tilheyrandi beit á gróðursnauðu landi, til þess eins að selja umframbirgðir erlendis á niðurgreiddu verði.

 

800px-Pair_of_Icelandic_Sheep

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði