fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Alþjóðleg meinsemd

Egill Helgason
Mánudaginn 5. september 2016 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skattasniðganga alþjóðlegra stórfyrirtækja er stórkostlegt mein í efnahagslífi heimsins. Hér á Íslandi birtist hún í því að álfyrirtæki greiða ekki tekjuskatt vegna þess sem er kallað þunn eiginfjármögnun, þau eru alltaf í skuld við móðurfélag sem er staðsett í skattaskjóli. Og eftir því sem manni skilst eru ákvæði í samningum við álfyrirtæki sem gera það að verkum að ekki er hægt að hrófla við þessu.

Svona var reyndar umgengni Íslendinga við álfyrirtækin lengi vel – við létum eins og þau væru góðgerðastofnanir sem gerðu okkur greiða með því að koma hingað og nota orkuna okkar.

Christian Kern, kanslari Austurríkis, tók sterkt til orða um þetta athæfi stórfyrirtækja í viðtali um daginn. Orð hans urðu fleyg og fóru um alla veröld. Hann sagði:

Hvert einasta kaffihús í Vín, hver einasti pylsuvagn, borgar meiri skatta en alþjóðlegu fyrirtækin. Það á við um Amazon, Starbucks og önnur fyrirtæki.

Kern gagnrýndi Luxemborg, Holland, Írland og Möltu fyrir að grafa undan skattkerfi Evrópu með afar lágum sköttum á stórfyrirtæki. Allir sjá auðvitað að slíkt kapphlaup í átt að botninum er skaðlegt þegar málið er skoðað í heild.

Kern nefndi líka að Facebook og Google soguðu gríðarlegt auglýsingafjármagn úr austurríska hagkerfinu án þessa að borga neina skatta eða gjöld af þessu.

Um daginn lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 13 milljarða aukaskatt á Apple á Írlandi. Margir tóku andköf yfir því hversu há þessi upphæð er. En það er hún í rauninni ekki. Skattgreiðslur Apple jafngilda prósentu upp á 0.005 prósent. Talan er svo ekki nema dropi í hafið miðað við þau auðævi sem Apple – fyrirtæki sem er frægt fyrir að reyna sitt ítrasta til að komast hjá því að greiða skatta og gjöld – býr yfir.

En fyrir þessa upphæð myndi vera hægt að reka írska heilbrigðiskerfið í að minnsta kosti ár. Einhverjir aðrir verða að borga þann kostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði