fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Eyjan

Öflugar konur í framboð hjá Viðreisn

Egill Helgason
Föstudaginn 2. september 2016 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að framboð Viðreisnar er að verða býsna öflugt – öflugara en maður ætlaði fyrirfram. Þær gera talsverðan gæfumun konurnar tvær sem hafa bæst við síðasta sólarhringinn, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksdóttir.

Hanna Katrín er sögð stefna á eitt af efstu sætunum í Reykjavík og sömuleiðis Þorbjörg.

Hanna Katrín var um tíma framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra á tíma Guðlaugs Þórs Þórðarsonar en síðustu árin framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma.

Þorbjörg er deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, hún er með framhaldspróf í lögfræði frá Columbia-háskólanum í New York, en starfaði áður hjá embætti ríkissaksóknara.

Báðar voru þær á sinni tíð taldar hallar undir Sjálfstæðisflokkinn, en nú eru þær í fremstu víglínu hjá Viðreisn. Verður að segjast eins og er að miðað við mannvalið í prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum getur hann dauðöfundað Viðreisn af þessum tveimur frambjóðendum.

En það er athyglisvert að upphafsmaður Viðreisnar og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, skuli sjálfur ætla í framboð í Norðausturkjördæmi. Þar mætir hann að líkindum Kristjáni Þór Júlíussyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Steingrími J. Sigfússyni. Þetta er mikið karlaveldi.

Það er alls ekki á vísan að róa með þingsæti fyrir Reykvíkinginn Benedikt í þessu mikla dreifbýliskjördæmi. Hann tekur áhættu með þessu. Benedikt er stærðfræðingur og hlýtur að hafa greint líkurnar. Kannski getur hann komist inn sem uppbótaþingmaður?

En það má Bensi eiga, honum gengur nokkuð vel að manna listana hjá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!