fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Costco vekur ugg og ótta

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sérkennilegt að fylgjast með því þegar forráðamenn stærstu keðju matvöruverslana á Íslandi selja hlutabréf sín hver um annan þveran. Vísast græða þeir peninga á þessu, geta jafnvel farið að hafa það náðugt, en varla er hægt að skýra þetta öðruvísi en að þeir trúi ekki lengur á framtíð fyrirtækisins.

Það verður líka að segjast eins og er að verslanir Haga – Hagkaup og Bónus – eru ótrúlega staðnaðar. Vöruúrval er lélegt þar, hefur reyndar farið hrakandi fremur en hitt. En staðreyndin er sú að Íslendingar láta bjóða sér mjög lélegar matvörubúðir, úrvalið er slappt, verðið hátt, gæði vörunnar vafasöm, ferskleiki afar lítill.

Líklegasta skýringin á hlutabréfasölunni er auðvitað innkoma bandaríska verslunarrisans Costco á íslenskan markað. Allt bendir til þessa að vöruframboðið þar verði öðruvísi en við eigum að venjast. Álagningin sem tíðkast hjá fyrirtækinu er miklu lægri en tíðkast á Íslandi.

Verslun Costco verður víst ekki opnuð fyrr en í mars 2017, þannig að enn er dálítill tími til stefnu fyrir íslensku verslunina að aðlagast. Hlutabréfasalan bendir samt ekki til að mikill vilji sé til þess. Maður sér fyrir sér þúsundir viðskiptavina þyrpast í Costco á fyrsta degi. Í raun er hugsanlegt að það muni sprengja íslenska verslunarhætti í loft upp.

En hverjir ætli séu annars að kaupa hlutabréfin í Högum? Það eru þó ekki lífeyrissjóðirnir?
886560

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 klukkutíma
Costco vekur ugg og ótta

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun