fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Píratar og Samfylkingin

Egill Helgason
Föstudaginn 19. ágúst 2016 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það boðar varla gott fyrir Samfylkinguna þegar hún er á leið í kosningar að þrír af hverjum fjórum kjósendum skuli segja að ekki komi til greina að kjósa flokkinn. Þetta má lesa úr skoðanakönnun sem greint er frá hér á Eyjunni í dag.

Staðreyndin er sú að engum stjórnmálaflokki stafar meiri hætta af Pírötum en Samfylkingunni. Gangi Pírötum vel í kosningunum er öruggt að Samfylkingunni gengur illa. Sveifla Samfylkingarinnar niður fyrir 10 prósentin gerist á sama tíma og uppsveifla Pírata.

Vandi Samfylkingarinnar er ekki síst fólginn í því að Píratar virka eins og yngri og frískari útgáfa af flokknum, með stefnumál sem Samfylkingin hefur lengi haft, eins og endurskoðun kvótakerfisins og stjórnarskrá (og að auki jafnrétti sterka áherslu á eflingu velferðarkerfisins). En þetta eru mál sem hefur hvorki gengið né rekið með hjá Samfylkingunni þrátt fyrir að hún hafi aðild að tveimur ríkisstjórnum síðasta áratuginn. Ímynd Samfylkingarinnar er mjög illa löskuð – meðan ára Píratanna er hrein og fersk.

Píratar eru sumpart eins og uppfærð og nútímalegri útgáfa af Samfylkingunni – Samfylking 2.0 með viðbættri áherslunni á internetið. Þeir eiga núorðið afskaplega lítið skylt með hinni upprunalegu Píratahreyfingu í Svíþjóð og Þýskalandi, pólitísk markmið hennar voru miklu þrengri. Kannski eru íslensku Píratarnir vísbending um hvert jafnaðarmannahreyfing í kreppu getur haldið? Um leið eru það þeir sem geta orðið þess valdandi að Samfylkingin verður að algjörum smáflokki eða jafnvel hverfur. En á hinn bóginn má segja að Samfylkingin sé lang eðlilegasti samstarfsflokkur Pírata í ríkisstjórn – og öfugt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum
Píratar og Samfylkingin

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér

Björn Jón skrifar: Ráðamenn sem hossa sjálfum sér
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun