fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

List minna virði en sauðfé?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynning um sérstaka netbrotadeild til að sporna við ólöglegu niðurhali virkar eins og gildra fyrir Pírata að stíga í fyrir kosningarnar. Fátt vekur meiri hita innan raða þeirra en hugmyndir af þessu tagi. Í skýrslu nefndar sem fjallaði um málið er tap innlendra höfundarréttarhafa af ólöglegu niðurhali áætlað um 1 milljarður króna. Það er stór upphæð á hinum örsmáa íslenska markaði.

Enda er það svo að viðtökurnar hjá Pírötum eru vægast sagt slæmar. Það eru dregin fram ýmis rök, flest hafa þau heyrst áður í mismunandi útgáfum.

Píratinn Halldór Auðar Svansson, sem situr í borgarstjórn í Reykjavík, skrifar að ólöglegt niðurhal „hafi ekki bein skaðleg áhrif á nokkra manneskju“ – semsagt að þetta sé glæpur án fórnarlambs. Hann nefnir samt „hagsmunasamtök“ sem telji sig verða fyrir fjárhagslegum skaða. Hann nefnir ekki listamenn, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn eða aðra sem hafa lifibrauð sitt af því að skapa efni sem er varið með höfundarrétti. Halldór klykkir svo út með að segja að lögreglan eigi að fást við netníð og netofbeldi en ekki þetta.

Einar Freyr Elínarson er ungur maður, formaður Samtaka ungra bænda.    Hann birtir dálítið skemmtilegt svar þar sem hann ber saman þessa tegund stuldar og sauðaþjófnað – og hann spyr: Er list svo lítils metin hjá Pírötum að þeim finnist að ekki þurfi að greiða fyrir hana?

Þetta finnst mér áhugavert. Eða þannig.
Ég hef gaman af því að semja tónlist, þó ég hafi ekki gefið neitt út ennþá. En segjum að ég geri það. Er þá lagið sem ég sem og set vinnu í að gefa út minna virði heldur en lambið sem ég vinn við að ala?
Nú geri ég ráð fyrir að Halldór Auðar sé jafn harður á móti sauðaþjófnaði og ég. Honum þætti vonandi ekki í lagi að einhver tæki lambið mitt í leyfisleysi og án þess meira að segja að borga. En honum finnst í lagi að einhver steli tónlistinni. Það sama á við kvikmyndagerð og bókmenntir. Er list svo lítils metin hjá Pírötum að þeim finnist að ekki þurfi að greiða fyrir hana?
Hann toppar svo fáránleikann með því að benda á að kynferðisofbeldi sé miklu alvarlegri glæpur.
Ég er ekki ósammála því að það séu alvarlegri glæpir en finnst mönnum í alvörunni að lögreglan eigi einungis að sinna kynferðisafbrotum?
En ok, reynum að skauta framhjá fáránleikanum sem felst í að blanda þessu tvennu saman.
Hann talar um „fórnarlambslausa glæpi“. Er stuldur á höfundarréttarvörðu efni ekki glæpur? Er þjófnaður ekki glæpur?
Kannski er ástæðan fyrir því að ég hef ekki gefið neitt út sú að ég óttaðist að Píratar kæmust til valda og stælu tónlistinni.. En lesandi svona bull þá hef ég sífellt minni áhyggjur af því. Spurning hvort það sé óhætt að skella gítarnum um hálsinn og setja sig í stellingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“