fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Líflega Reykjavík

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. ágúst 2016 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf ekki nema að einhver bloggi eða skrifi á Tripadvisor að Ísland sé ekki alveg nógu gott til að það endurómi hér í fjölmiðlum. Það eru búnar til fréttir upp úr skrifum allsendis óþekktra bloggara sem hafa komið hingað í fáeina daga og varla séð neitt. Upp úr því hefst mjög alvörugefin umræða, nánast eins og við séum komin með þetta allt á heljarslóð. Við Íslendingar erum smáþjóð og viðkvæm fyrir ímynd okkar, en við eigum það líka til að tala okkur sjálf dálítið niður. Drögum fram pískinn og byrjum að tyfta okkur sjálf.

Stundum er það alveg óþarfi.

Það er til dæmis merkilegt að fylgjast með umræðunni um að Reykjavík sé alveg ómöguleg borg. Túristar valti hér yfir allt og hér sé ekkert að finna lengur nema græðgi.

Það er leitun að líflegri og dýnamískari smáborg en Reykjavík. Ég efast satt að segja um að nokkurs staðar í 120 þúsund manna samfélagi (210 þúsund ef allt höfuðborgarsvæðið er talið) sé jafn mikil starfsemi og fjölbreytt. Ímyndið ykkur allar steindauðu borgirnar af þessari stærð í veröldinni. Ég er ekki bara að tala um veitingahúsin og allt sem fylgir túrismanum. Hann hefur reyndar haft þau áhrif að miðborgin er að stækka mikið, út með Höfninni, út á Granda, upp fyrir Hlemm – það er fólk á ferli á svæðum þar sem var ekki hræða áður. Gamlir staðir ganga í endurnýjun lífdaga.

Skoðum allt hitt, í borginni starfa margir háskólar, ótal fyrirtæki, sum eru gömul, önnur ný, það eru sprotafyrirtæki og svo eru stjór sjávarútvegsfyrirtæki. Fjölmiðlaumhverfið er afar líflegt. Það er haldið úti mörgum sjónvarpsstöðvum, blöðum sem eru borin út í hús þrátt fyrir tilkomu alls kyns vefmiðla sem koma og fara.

Reykjavík er orðlögð fyrir tónlistarlíf og tónlistarhátíðir, hér stendur eitt glæsilegasta tónlistarhús heims og þangað koma heimsfrægir listamenn en börnin í borginni spila þar líka og lúðrasveitirnar, það er gefinn út furðulegur fjöldi af bókum á hverju ári, útgáfustarfsemin líklega blómlegri en nokkurs staðar í veröldinni miðað við mannfjöldann, hér eru gallerí og mörg listasöfn. Gleymum ekki leikhúsunum – hér eru tvö stór atvinnuleikhús, mjög metnaðarfull, og mörg minni leikhús

Þetta eru gríðarlega mikil umsvif í ekki stærra samfélagi. Dýnamík. Mannfæðin gerir þetta stundum erfitt, vissulega. Markaðurinn er ekki sérlega stór fyrir alla hluti, hvorki þá sem eru að framleiða vörur eða halda úti menningar- eða þjónustustarfsemi. Það er ekki hægt að segja að þetta borgi sig allt sérlega vel í beinhörðum peningum. Útrás þykir ljótt orð , en það er skiljanlegt að athafnasamir Íslendingar vilji komast inn á stærri svæði með starfsemi sína og hugmyndir. En það verður  að segjast eins og er, ferðamennirnir hafa fremur hjálpað en hitt – það eru aðeins fleiri viðtakendur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“