fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Kastast í kekki milli Pírata og Samfylkingar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. ágúst 2016 00:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Pírataspjallinu má greina mikið uppnám vegna þeirra orða Össurar Skarphéðinssonar að enginn munur sé á Pírötum og Samfylkingu. Píratinn Erna Ýr Öldudóttir byrjar umræðuna með eftirfarandi orðum:

Össur er að reyna að tryggja framgang vinstri stefnu í landinu með því að eigna sér Pírata og þeirra fylgi. Þetta byrjaði fyrir löngu en það má ekki tala um það. Flokkur sem átti að vera hvorki hægri né vinstri flokkur er nú orðinn að Samfylkingu Össurs Skarphéðinssonar. Hvað finnst Pírötum um það?

Á löngum umræðuþræði finna flestir Össuri og Samfylkingunni allt til foráttu, þingmaðurinn er sakaður um sleikjuhátt en líka um að vilja sundra Pírötum. Sumir gerast mjög orðljótir. Meðfram upphefjast miklar vangaveltur um hvort Píratar séu vinstri eða hægri, frjálshyggja eða félagshyggja, Össur segist sjálfur hafa hrifist af anarkismanum innan Píratahreyfingarinnar en þeir virki nú meira miðaldra og ráðsettir.

Gríðarlegt óþol er með hefðbundin stjórnmál á Vesturlöndum. Að einhverju leyti kann það að vera verðskuldað, að stjórnmálamenn sem starfa innan gamalla kerfa eigi það skilið – en að öðru leyti er þetta háskalegt og jarðvegur fyrir lýðskrum og stjórnmál sem byggja á hatri. Stjórnmálaþróun í Evrópu og Bandaríkjunum vekur mikinn ugg. Ef við höldum áfram að fyrirlíta stjórnmálin svo ákaft boðar það vart annað en endalok hins frjálslynda lýðræðis.

Í raun getum við þakkað að hér á Íslandi brýst þetta vantraust fram í býsna velviljaðri hreyfingu eins og Pírötum. En staðreyndin er sú að Píratar eru fyrst og fremst aðferð. Þetta er aðferð sem er sett fram til að mæta þeim nýja veruleika að öll erum við meira og minna á internetinu. Aðferðin er í raun mikilvægari en stefnan, það hvernig ákvarðanirnar eru teknar – áhugi Pírata á stjórnarskrármálum er líka af þessum toga.

Allt er það gott og blessað, en það á eftir að koma í ljós hvernig þetta virkar í ríkisstjórn í samstarfi við hefðbundnari flokka sem nota aðrar leiðir – eru ekki eins opnir og lýðræðislega netvæddir. Og það er auðvitað spurning líka hvernig Pírötum sjálfum reiðir af með slíkt kerfi innan ríkisstjórnar. Hvernig mun þeim ganga að takast á við óþol og óánægju sem er óhjákvæmilegt að myndist innan hreyfingarinnar?

Geta þeir stokkið án afláts frá ríkisstjórnarborðinu og leitað álits á málum sem koma upp úti í netheimum? Slíkt hljómar reyndar ljómandi lýðræðislega – en gæti reynst allerfitt í framkvæmd. Vegna þess, eins og áður segir, að Píratar eru fyrst og fremst aðferð getur fólk með mjög ólíkar skoðanir rúmast innan hreyfingarinnar. Það gæti breyst hratt ef flokkurinn fer í ríkisstjórn og þarf að gera alls kyns málamiðlanir.

Annars finnst manni þessa dagana að við séum að sigla í átt að einhvers konar stjórnarkreppu í haust. Tónninn í stjórnmálaumræðunni fer aftur harðnandi. Forystumenn vinstri flokkanna taka afleitlega í hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Össur segir að svona dagsetningar yrðu að „skotspæni“. Um leið lýsa Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir því yfir að þær muni ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, það gera þær þrátt fyrir Moggaviðtalið í garðinum við Bjarna Benediktsson þar sem hann ruddi upp úr sér félagshyggjuáherslunum. Eins og staðan er starfa Samfylking og VG annað hvort með Pírötum eða eru utan ríkisstjórnar – flokksformennirnir binda trúss sitt við Píratana en eru á móti því sem virðist vera grundvallarforsenda Pírata fyrir ríkisstjórnarþátttöku.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“