fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Mesta hættan sem steðjar að hinum frjálsa heimi síðan á dögum kommúnismans

Egill Helgason
Laugardaginn 30. júlí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari Economist þessa vikuna fjallar um átakalínur í stjórnmálum í heiminum á tíma þegar lýðskrumarinn Donald Trump stefnir á forsetaembættið í Bandaríkjunum, þegar harðir þjóðernisflokkar ná sífellt meiri ítökum í Evrópu og Bretar kjósa að yfirgefa Evrópusambandið.

Economist heldur því fram að átökin í stjórnmálunum séu ekki milli hægri og vinstri, heldur milli lokunar og opnunar.

Í Bandaríkjunum og Evrópu sæki fram stjórnmálamenn sem hrópa stanslaust að veröldin sé vondur og hættulegur staður og að þjóðir þurfi að reisa múra til að halda henni úti. Málflutningur af þessu tagi hafi leitt til þess að komust til valda þjóðernissinnaðar ríkisstjórnir í Ungverjalandi og Póllandi, þar sé líkt og í dæmi Donalds Trumps, boðið upp á blöndu af útlendingandúð og skeytingarleysis um stjórnlög. Pópúlískir flokkar í Evrópu hafi nú tvisvar sinnum meira fylgi en árið 2000 og komi nálægt stjórn níu Evrópuríkja.

En stærsti sigur þessara afla hingað til hafi verið atkvæðagreiðslan um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ákvörðunin um að yfirgefa stærsta félag um viðskiptafrelsi í heiminum hafi verið tekin með því að höfða á ófyrirleitinn hátt til einangrunarhyggju og innilokunar, með því hafi hefðbundnir stjórnmálaflokkar á miðjunni verið klofnir í tvennt.

En fréttir sem styrkja einangrunarsinnana, þá sem eru á móti hnattvæðingu, koma næstum daglega. Hryðjuverkaárásir í Þýskalandi og Frakklandi hafa mikil áhrif. Hættan er að öryggisleysið sem slíkir atburðir geta af sér leiði til fleiri kosningasigra lokunarsinna.

Economist segir að þetta sé mesta ógnin sem steðji að hinum frjálsa heimi síðan á dögum kommúnismans. Ekkert skipti meira máli en að mæta henni.

Blaðið rekur hvernig kerfi alþjóðastofnana, alþjóðlegra reglna og samtaka, undir forystu Bandaríkjanna, hafi stuðlað að velmegun í sjötíu ár. Evrópa var byggð upp á ný eftir stríðið, hinn lokaði heimur Sovétkommúnismans hrundi, Kína var tengt við alþjóðahagkerfið – aldrei hefur fátækt minnkað jafn hratt í sögu mannkyns.

Veröld þeirra sem vilja reisa múra verður fátækari og hættulegri, segir Economist. Ef Evrópa leysist upp í brot sem deila innbyrðis og Bandaríkin draga sig inn í skel einangrunar, munu hættulegri veldi reyna að fylla tómið. Sú yfirlýsing Donalds Trump að hann myndi ekki verja Eystrasaltsríkin ef Rússar ógna þeim er ótrúlega ábyrgðarlaus. Ef Trump getur af fullkomnu skeytingarleysi hunsað alþjóðlegar skuldbindingar Bandaríkjanna, hví ætti þá nokkurt ríki að treysta þeim aftur? Með þessu gefur hann vandræðöflum heimsins grænt ljós. Það er ekki furða að Pútín styðji hann. Það er svo enn annað dæmið um ábyrgðarleysið að Trump skuli hvetja Rússa til að halda áfram að hakka tölvur Demókrataflokksins.

Þeir sem vilja reisa múra hafa þegar valdið miklum skaða. Bretland er á leið í efnahagslægð vegna útgöngunnar úr ESB. Evrópusambandið stendur mjög veikt. Ef Frakkar kjósa Marine Le Pen sem forseta á næsta ári og Frakkland yfirgefur sambandið, gæti það þýtt endalok ESB. Donald Trump hótar að eyðileggja alþjóðlega viðskptasamninga og koma í veg fyrir að nýir líti dagsins ljós – fyrirtæki á alþjóðavettvangi horfa með kvíða til 2017.

Það þarf sterk rök, djarfa hugsun og stefnumótun til að mæta þeim sem vilja reisa múrana, segir í leiðara Economist. Þeir sem trúa á opinn heim þurfa að tala af meiri dirfsku. Það þarf að minna kjósendur á hvers vegna Nató skiptir máli fyrir Bandaríkin og ESB fyrir Evrópu, hvernig frjáls viðskipti og opnar dyr gagnvart útlendingum auðga samfélög, og hvers vegna baráttan gegn hryðjuverkum útheimtir alþjóðlegt samstarf. Of margir stuðningsmenn alþjóðavæðingar eru farnir að muldra um „ábyrga þjóðernisstefnu“, segir Economist. Aðeins örfáir stjórnmálamenn eins og Justin Trudeau í Kanada og Emmanuel Macron í Frakklandi eru nógu hugaðir til að tala máli hins opna samfélags. En þeir sem trúa á það þurfa að leggja baráttunni lið án þess að hika.

En það er líka óhjákvæmilegt að þeir viðurkenni líka að hnattvæðingunni er sums staðar ábótavant. Sumir geta orðið undir í viðskiptum og hraður innflutningur fólks getur valdið samfélagslegri röskun. En svarið við þessu er ekki að reisa girðingar. Það þarf að varðveita kosti hins opna samfélags um leið og tekist er á við aukaverkanirnar. Vörur og fjárfestingar þurfa að fá að flæða milli landa, en á sama tíma nauðsyn að styrkja félagsleg öryggisnet sem hjálpa þeim sem missa atvinnuna vegna þessa og skapa ný tækifæri fyrir þetta fólk. Það þarf að hafa betri stjórn á flæði innflytjenda, tryggja að þeir komist í vinnu og móta reglur sem geta komið í veg fyrir of snöggt innflæði. En það er ekki hægt að leggja að jöfnu að ná vissri stjórn á hnattvæðingunni og segja skilið við hana.

Stuðningsmenn hinna opnu samfélaga er að finna bæði hægra og vinstra megin við hinar hefðbundnu pólitísku átakalínur. Hvernig geta þeir sigrað í þessari baráttu? Það er misjafnt eftir löndum. Í Hollandi og Svíþjóð hafa flokkar í kringum miðjuna náð saman um að halda þjóðernissinnunum úti. Svipað bandalag kom í veg fyrir að Jean Marie Le Pen næði kjöri sem forseti Frakklands 2002, þetta gæti gerst aftur í kosningunum á næsta ári. Bretland gæti þurft nýjan miðjuflokk, segir Economist.

Í Bandaríkjunum er mest í húfi þessa dagana. Þar verður svarið að koma innan úr hinu hefðbundna flokkakerfi. Repúblikanar sem vilja í alvörunni standa í vegi fyrir andstæðingum hnattvæðingarinnar, þurfa einfaldlega að halda fyrir nefið og kjósa Hillary Clinton. Nú þegar Clinton hefur fengið tilnefningu flokks síns þarf hún að taka af öll tvímæli um að hún styðji hið opna samfélag, ekki slá úr og í. Val hennar á varaforsetaefni boðar gott, Tim Kaine er spænskumælandi alþjóðasinni. En munurinn í skoðanakönnunum er óþægilega lítill. Framtíð hinnar frjálslyndu heimsskipanar veltur á því að henni takist að vinna.

 

20160730_cna400

Economist heldur því fram að átökin í stjórnmálunum séu ekki milli hægri og vinstri, heldur milli lokunar og opnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“