fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Fegursti dagurinn í Eyjum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. júlí 2016 19:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór ég til Vestmannaeyja. Ég hef þá kenningu að þetta sé besti dagur í Vestmannaeyjum fyrr og síðar, hef ég þó oft komið þangað og stundum dvalið lengi.

Hitinn var yfir 20 stig, það var blankalogn, sjórinn spegilsléttur, meira að segja á Stórhöfða hreyfði ekki vind, á einhverjum vindasamasta stað á norðurhveli.

Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta og ég söng innra með mér lag Oddgeirs við texta Ása í Bæ og stundum reyndar við raust.

Hún rís úr sumarsænum
í silkimjúkum blænum
með fjöll í feldi grænum
mín fagra Heimaey.
Við lífsins fögnuð fundum
á fyrstu bernskustundum
er sólin hló á sundum
og sigldu himinfley.

Ég gekk um bæinn, fór upp á hraun, út á Skans, í Stórhöfða, í Herjólfsdal þar sem undirbúningur undir þjóðhátíð stóð sem hæst. Það vekur athygli hversu vel er hugsað um allt, allt er fjarska hreint og mannvirkjum vel við haldið.

Reyndar var gríðarmikið af ferðamönnum og fjarri því allt vegna þjóðhátíðar, tvö farþegaskip í höfn og fjölmargir litlir bátar að sigla með ferðamenn kringum eyjarnar. Þetta er mikil gróska, frá því ég kom síðast í Eyjarnar fyrir tveimur árum hafa bæst við ferðaþjónustuaðilar og veitingastaðir.

Einhvern veginn gladdist ég mikið þegar ég gekk yfir Stakkagerðistúnið og rakst á jafnöldru mína úr eyjunum, hún var að vinna í fiski á sama tíma og ég, stuttu eftir gos, hún man eftir mér og ég eftir henni. Við vorum ung þá og erum ekki jafn ung lengur, en þetta voru fagnaðarfundir.

Um kvöldið borðuðum við á því sem ég held að hljóti að teljast besti veitingastaður á Íslandi. Það er Slippurinn sem Gísli Matthías Auðunsson og fjölskylda hans reka saman í gömlu atvinnuhúsnæði þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Við fengum að smakka ýmislegt, steinbít, kola, humar, hrefnu, þang, krap úr hundasúrum, rababaragraut og margt fleira sem ég man ekki að nefna. Frumleg, skemmtileg en um leið á einhvern hátt blátt áfram matseld, margt sem kemur skemmtilega á óvart, gleður bæði vegna hugmyndaflugsins og tengslanna við náttúruna og staðinn, en er þó laust við sýndarmennskuna sem er svo algeng á veitingahúsum núorðið.

Í dag tilkynnti Elliði Vignisson að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til þingsetu. Það kemur í raun ekki á óvart. Til hvers að fara í þingframboð upp á von og óvon þegar maður getur verði bæjarstjóri á svona flottum stað?

(Myndirnar eru teknar af mér og samferðafólki mínu.)

 

CoYSzO4W8AAR03i

 

CoYWup6WcAAGgYX

 

13781899_10154391606290439_4799804844870290016_n

 

CoYcEwlXYAAHTC_

 

CoZogAJWAAA93DD

 

Screen Shot 2016-07-28 at 13.55.06
13770476_274956212862007_4654498210715182257_n

 

13880265_274956199528675_6934676223405900880_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“