fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Friðsemdartímanum að ljúka?

Egill Helgason
Mánudaginn 25. júlí 2016 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið óvenjulega friðsamlegt í íslenskum stjórnmálum upp á síðkastið – eiginlega alveg síðan stormurinn vegna Panamaskjalanna gekk yfir. Forsetakosningarnar fóru mjög friðsamlega fram, mætti jafnvel segja að þær hafi verið dauflegar. Því sem af er sumrinu hafa Íslendingar eytt í að fylgjast með fótbolta, þrasa smá um ferðamenn, og svo hafa borist tilkynningar frá stjórnmálamönnum um að þeir séu að hætta.

Yfirleitt er þeim tilkynningum tekið með nokkru jafnaðargeði. Það koma sjálfsagt einhverjir og fylla í skörðin. Enginn er ómissandi.

Skoðanakannanir sem hafa birst um fylgi flokka benda til dálítið sérstakrar stöðu. Það gæti orðið erfitt að mynda ríkisstjórn vegna þess hversu fylgið dreifist víða. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem MMR birtir eru engin afgerandi stjórnarmynstur í kortunum, hvorki til hægri né vinstri. Eina tveggja flokka stjórnin sem er möguleg er ef Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn tækju upp samstarf.

Fylgið getur auðvitað farið á talsverða hreyfingu frá þessum niðurstöðum, en þarna er ríkisstjórnin kolfallin og það myndi ekki einu sinni duga henni þótt Viðreisn kæmi inn sem þriðji flokkur í stjórn.

Á stjórnarandstöðuvængnum er sundrungin ekki minni. Píratar eru stærsti flokkurinn, en fylgi þeirra, VG og Samfylkingar nægir varla til að mynda stjórn. Það yrði að koma til fjórði flokkurinn. Viðreisn, nú eða þá Framsókn.

Nú tilkynnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson endurkomu sína í stjórnmálin. Hann ætlar þá að leiða Framsóknarflokkinn í kosningunum – sem verða í haust þótt hann sé mótfallinn því. Allt bendir til þess að framsóknarmenn muni leyfa honum það. Flokkurinn kemst ekki mikið neðar í skoðanakönnunum. Það er alltaf ógurlegur titringur í kringum Sigmund. Hann mætir aftur með herópið „Íslandi allt“!  Framsókn undir forystu hans er ekki líkleg til að vinna með vinstri flokkunum. Og stjórnmálin verða varla jafn friðsamleg með hann inni á vellinum.

Screen Shot 2016-07-25 at 16.43.45

Niðurstöður  nýrrar skoðanakönnunar MMR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“