fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Styttist í kosningar – en þess sjást ekki mikil merki

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 00:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fáum líklega það sem sjaldan er á Íslandi, stutta og snarpa kosningabaráttu. Það eru varla nema þrír mánuðir til þingkosninga og enn vitum við minnst um hvernig flokkarnir ætla að mæta til kosninga, hverjir verða á framboðslistum og hvaða mál verða á oddinum. Og jú, kosningarnar fara fram í haust, því verður ekki breytt. Alþingi á að koma saman 15. ágúst til 12. september. Ekki er við því að búast að fari í gegn stjórnarskrárbreyting um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nýr forseti mun semsé sitja uppi með málskotsréttinn einn enn um sinn – og jafnvel kröfur um að hann nýti þetta tæki.

Það er í gangi prófkjörsbarátta hjá Pírötum en hún fer mestanpart fram á netinu og er lítt sýnileg þeim sem standa utan hreyfingarinnar. Fjölmiðlar – sem nú starfa í mikilli gúrkutíð hér heima (ekki í erlendum fréttum þó) – hafa alveg klikkað á að sýna manni hverjir eru í framboði. Getur það þó verið býsna forvitnilegt að sjá.

Sjálfstæðisflokkurinn verður með prófkjör í byrjun september, framboðsfrestur rennur til dæmis út 12. ágúst í Reykjavík. Hjá Framsókn eru margir að hætta, þeir sem vilja taka við þurfa að skila inn framboðum fyrstu vikuna í ágúst. Við vitum ekki einu sinni hver verða afdrif flokksformannsins. Framboðsmál hans eru í uppnámi.

Afar lítið heyrist af framboðsmálum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Ekki er vitað hvort Björt framtíð ætlar yfirleitt að bjóða fram, en úr herbúðum Viðreisnar heyrast reglulega sögusagnir af ógurlega frægu fólki sem ætlar kannski að taka sæti á lista – en þær eru jafnhraðan dregnar til baka.

Íslenska þjóðfylkingin er hins vegar mætt með stefnu. Ágætur vinur minn minn sagði að ef íslensk tunga sæi þetta plagg myndi hún fá heilablóðfall. Eins og lesa má segir ekki textanum að varðveita skuli „siðinn í landinu“ heldur líka tunguna.

 

13717320_10209567021669432_8910311538523644011_o

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?