fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Háværasti talsmaður Framsóknar á tíma Sigmundar Davíðs og hægri ásjóna flokksins

Egill Helgason
Mánudaginn 4. júlí 2016 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotthvarf Vigdísar Hauksdóttur af þingi sætir nokkrum tíðindum. Hún hefur verið mjög valdamikill þingmaður. Vigdís hefur ekki komist í ríkisstjórn, við stjórnarmyndunina 2013 var sagt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hana ekki þangað inn en í staðinn fékk hún formennsku í fjárlaganefnd, það er í raun áhrifamesta staðan sem þingmanni getur hlotnast og að mörgu leyti áhrifameiri en minniháttar ráðuneyti.

Í fjárlaganefndinni gerði hún bandalag við varaformanninn, Guðlaug Þór Þórðarsson, og þau hafa verið eins og síamstvíburar í störfum hennar, hafa meira að segja getað kveðið ráðherra í kútinn.

Eitt sinn var sagt að Framsóknarflokkurinn væri opinn í báða enda, hann væri ýmist til hægri og vinstri – en þó er þess að gæta að kveðið var á um það í flokkssamþykktum að hann fylgdi félagshyggju. Vigdís hefur hins vegar verið alveg eindregin í sinni hægri stefnu og ekkert skammast sín fyrir það. Sumt hefur jafnvel minnt á framgöngu hægri pópúlista sunnar í löndum. Pólitískur veruleiki hennar er býsna langt frá því sem var í „gamla“ Framsóknarflokknum.

Vigdís hefur í raun verið háværasti og mest áberandi talsmaður flokksins síðustu árin, hún er mjög yfirlýsingaglöð og alveg laus við að vera varkár eða dipló – sem sæmir kannski ekki alltaf formanni fjárlaganefnda. Það er ekki hægt að segja að hún  sé sérlega nákvæm, ræða hennar er býsna endurtekningasöm, hún hefur ekki sérlega gott vald á íslensku, en samt hefur henni hefur sífellt tekist að rata í fyrirsagnir og fréttauppslætti. Í raun elska fjölmiðlarnir hana. Þetta hefur farið í taugarnar á mörgum hófsamari Framsóknarmönnum, þeim sem vilja fremur frið en átök, en á vinstri væng ríkir algjört óþol gagnvart Vigdísi. Margir eru áreiðanlega fegnir að sjá á bak henni.

Það hefur líka vakið athygli að þótt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki viljað hleypa Vigdísi í ríkisstjórn, þá virðist honum hafa líkað framganga hennar vel, maður hefur altént ekki orðið var við annað en að hann hafi velþóknun á henni. Á móti hefur Vigdís hefur mært Sigmund í ræðu og riti. Framsóknarflokkurinn á tíma þeirra er kominn í þá stöðu að útilokað er að hann geti unnið með vinstri flokkunum – enda er ekki nokkur leið að sjá að þau Sigmundur og Vigdís vilji það heldur. Annað hvort er flokkurinn í stjórn með Sjálfstæðisflokki – eða ekki.

Nú er Vigdís að hverfa af vettvangi stjórnmálanna og spurning með pólitíska framtíð Sigmundar Davíðs. Flest bendir líka til þess að Framsóknarflokkurinn verði ekki í næstu ríkisstjórn – að minnsta kosti þarf að verða algjör viðsnúningur í fylgismælingum ef svo á að verða. En helstu foringjar flokksins sem eftir eru virka eins og miklu friðsamara fólk sem gæti jafnvel unnið með vinstri vængnum ef svo ber undir – flokkur sem lýtur forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar og Eyglóar Harðardóttur er allólíkur flokki Sigmundar Davíðs og Vigdísar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“