fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Rússland í dag

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. júní 2016 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Russia-Today-Logo3-540x379-1Datt í það í gær á hótelherbergi að horfa aðeins á Russia Today sem er einhver sérkennilegasta sjónvarpsstöð í víðri veröld – hún sendir út algjörlega blygðunarlausan áróður fyrir stjórn Pútíns en flytur þess á milli fréttir um hvað allt er í kalda koli á Vesturlöndum.

Rétt eins og fjölmiðlar á Sovéttímanum. Ég kynntist því aðeins sjálfur á sínum tíma þegar ég fór austur fyrir tjald og fékk nasaþef af fréttaflutningi þar. Ég man til dæmis eftir því um miðjan áratuginn þegar því var komið inn í hausinn á fólki í kommúnistaríkjum að HIV væri samsæri CIA.

Í gær gengu aðalfréttirnar á RT út á algjöra upplausn í Frakklandi vegna Evrópukeppninnar í fótbolta. Manni skildist á fréttunum að allt logaði þar.  Russia Today hefur fengið vestræna „fréttamenn“ til að fronta dagskránna, þeir virka reyndar þriðja flokks miðað við það sem maður sér í sjónvarpi vestar í álfunni, en þarna var mest sagt frá ofbeldi fótboltabulla frá Wales og Slóvakíu, en ef minnst var á rússneska áhorfendur var það mest til að sýna að þeir væru í raun til algjörrar fyrirmyndar.

Við það skipti ég um stöð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“