fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Að vita ekki alltaf best

Egill Helgason
Föstudaginn 10. júní 2016 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur Hermannsson var einhver jafnvinsælasti stjórnmálamaður á Íslandi í seinni tíð. Eitt af því sem fólk kunni að meta við Steingrím var að hann játaði stundum mistök og stundum sagðist hann ekki vita hlutina.

Fólk skildi þetta vel – við erum öll svona. Gerum mistök, segjum eitthvað vitlaust, misstígum okkur.

En svo er til önnur tegund af stjórnmálum sem felst í því að játa aldrei mistök, viðurkenna aldrei að manni hafi orðið á í messunni, skipta aldrei um skoðun.

Það er ekki stórmál þegar stjórnmálamaður er spurður um ósmekklega notkun hans á orðinu „múlatti“ í viðtali.

Einfaldast hefði auðvitað verið fyrir hann að segja að hann hefði aðeins farið yfir strikið þarna – það hefðu allir skilið og málið hefði verið úr sögunni.

En nei, í staðinn er farin þrætuleiðin. Þetta er einhverjum öðrum að kenna. Þeim sem fannst þetta ekki alveg í lagi, þeim sem sömdu orðabókina. (Orðabækur eru reyndar fullar af ljótum orðum sem við notum helst ekki – það er ekki gæðastimpill á orði að vera í orðabók.)

Maður vonar að brátt heyri stjórnmál af þessu tagi sögunni til, að ungt fólk hafi vit á að stunda þau ekki eða falla fyrir þeim. En svo má líka rifja upp fordæmi Steingríms Hermannssonar sem hafði ekki alltaf svör við öllu. Vissi ekki alltaf best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“