fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Mikinn öldung höfum vér að velli lagt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. júní 2016 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi fallega ljósmynd birtist á vef sem nefnist Svipmyndir úr fortíðinni. Þarna er horft upp Amtmannssíginn árið 1905. Ljósmyndarinn er sagður vera P. G. Guðmundsson, Amateur-Fotograf. Það vill svo til að ég bý þarna vinstra megin meðfram götunni þótt húsið mitt sjáist ekki, það er í skugga af Landlæknishúsinu, þar sem nú er veitingahúsið Torfan.

Fremst á myndinni má sjá hluta af brú yfir Lækinn, en svo er athyglisvert að sjá grindverkið sem liggur upp með götunni báðum megin. Húsið sem gnæfir þarna efst við götuna er horfið, það kallaðist Amtmannshúsið og var afar reisulegt eins og sjá má. Kemur fram á vefnum að það hafi verið byggt að Helga Helgasyni, snikkara og tónlistarmanni.

 

13412076_849876391785497_6232752168364085407_o-2

 

Amtmanshúsið var rifið 1972 í samræmi við skipulag sem þá var í gildi og gerði ráð fyrir að meira eða minna öll timburhúsabyggðin í bænum myndi víkja. Í staðinn skyldu rísa stór steinsteypt hús og liggja breiðar akbrautir meðfram þeim. Hér má til dæmis sjá hvernig Aðalstræti og Ingólfstorg áttu að líta út í þessu skipulagi.

Minnir kannski dálítið á klasa bygginga sem nú er áformað að rísi út með höfninni, á svokölluðu Hafnartorgi.

 
Screen Shot 2016-06-09 at 09.48.45

 

Nú er efst á Amtmannsstígnum, þar sem Amtmanshúsið var áður, bílastæði og þar við hliðina á Iðnaðarmannahúsið svokallað en þar starfrækir Bónus verslun. Aftur minnir það dálítið á húsin þarna á skipulagsmyndinni.

13. júlí 1972 birtist í Tímanum þessi grein um niðurrif Amtmannshússins. Greinin er merkt JH, það er líklega Jón Helgason, sem var rithöfundur, blaðamaður og ritstjóri, maður afburða ritfær. Það er ekki laust við að gæti trega í fréttinni. Fyrirsögnin er fengin úr Njálu. Þarna er lýst veisluhöldum í húsinu en svo segir:

En allt er i heiminum hverfult og dýrðardagar þessa húss er horfin saga. Það hefur um langt skeið skagað fram i Ingólfsstrætið, akandi kynslóð til óþurftar, og svo kom véltæknin til sögunnar i gærmorgun og ruddi þessu stolti fyrri tiðar um koll, unz þarna lá hinn ömurlegasli haugur margbrotinna bjálka og fjala. Malbik mun seinna hylja þá jörð, sem það stóð á, þvi að skipulagsfræðingarnir hafa gert ráð fyrir því, að Amtmannsstígurinn verði framlengdur.

 

Screen Shot 2016-06-09 at 09.54.30

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“