fbpx
Sunnudagur 30.mars 2025
Eyjan

Sómakenndin – tilvitnun frá tíma McCarthys

Egill Helgason
Mánudaginn 30. maí 2016 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson er sagnfræðingur og þegar hann spyr Davíð Oddsson hvort hann hafi enga sómakennd er það ekki alveg út í bláinn.

Í raun er þetta bein tilvitnun í fræg ummæli sem féllu á fundi bandarískrar þingnefndar 9. júní 1954. Öldungadeildarþingmaðurinn alræmdi Joseph McCarthy var sem fyrr að eltast við kommúnista sem hann sá í öllum hornum og meint áhrif frá þeim. Í þetta sinn var það sjálfur her Bandaríkjanna sem var til skoðunar.

Verjandi hersins var lögmaðurinn Joseph Nye Welch. Hann var á sjötugsaldri og naut mikillar virðingar. McCarthy lét það ekki aftra sér á að hefja árásir á hann og bendlaði ungan lögmann sem vann á stofunni hans við kommúnisma.

Þá var Welch nóg boðið og hann mælti fram hin frægu orð sem eru talin hafa verið upphafið að falli McCarthys – enda voru margir farnir að hugsa þetta sama:

Þú hefur gert nóg, hefurðu enga sómakennd lengur, herra minn?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?