fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Svo að hver geti drepið sig sem vill…

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. maí 2016 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru tvær ljósmyndir þar sem horft er yfir Lækjargötu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Á efri myndinni er mikill borgarbragur, þar hafa risið reisuleg stórhýsi Natans & Olsen og Eimskipafélagsins. En við sjáum að enn eru auðar lóðir inni í Austurstræti eftir Reykjavíkurbrunann mikla 1915. Það glittir í sjóinn rétt utan við hús Eimskipafélagsins, þar eru nú miklar uppfyllingar.

Myndin er greinilega tekin á þriðja áratugnum og hún er afskaplega skýr. Lengst til vinstri sjáum við glitta í Nýja bíó og svo sést í Uppsali, hús með turni, sem stóð á horni Aðalstrætis og Túngötu, og þaðan upp á Landakotshæð þar sem hin gotneska kirkja er enn ekki risin. En hús Landakotsskóla eru þarna.

Takið svo eftir því hvernig símalínur eru í loftinu en út strompi aftan við Lögreglustöðina sem þá var í Pósthússtræti liðast reykur beint upp í loftið. Þetta er góðviðrisdagur. Hótel Hekla stendur við Lækjartorg ásamt fleiri húsum sem er löngu búið að rífa. Einhverjir bílanna virðast vera hið fræga T-módel af Ford, umferðin rennur bæði upp og niður Bankastræti og Austurstræti – og bifreiðarnar aka vinstra megin á götunni.

Við sjáum tvo menn sitja á bekk á Lækjartorgi, mann á hjóli í Austurstræti, annan sem teymir reiðhjól upp Bankastræti, barn sem gengur ásamt þremur konum yfir Lækjargötu. Það er fólk þarna, ekki sama fólk og nú, en fólk samt.

 

13227507_1005271526230523_4614015346907080457_o

 

Myndin hér að neðan er nokkuð eldri. Hérna sést hvernig gamli lækurinn rann eftir Lækjargötunni með mörgum brúm. Þetta er líka góðviðrisdagur, maður sér hvernig drengirnir á myndinni speglast í vatninu, sem og ljósastaur og brú. Mörg húsanna hægra megin götunnar eru horfin, það sem er næst okkur var reyndar byggt upp á nýtt með einni hæð ofan á, húsið með kvistinum fjær hýsti seinna Hagkaup en var svo flutt upp í Árbæjarsafn. En stóru húsin utar í götunni, Lækjargata 6a og 6b, eru þarna enn.

Styttan af Jónasi Hallgrímssyni stendur þarna fyrir neðan Bernhöftstorfuna. Hún var afhjúpuð 1907, svo myndin er tekin eftir það. Læknum var lokað 1913 og þá hurfu allar brýrnar. Ein þeirra var Skólabrúin, fyrir framan Menntaskólann, nafnið lifir enn í samnefndum götuspotta.

 

13268291_186474381751955_5377218798300897754_o

 

Lækurinn þótti ekki alltaf til yndisauka. Meinhornið Benedikt Gröndal skrifaði bráðskemmtilegt kver sem nefnist Reykjavík um aldamótin 1900. Sumt í því er alveg dásamlegt rövl, hann finnur hann að ýmsu og um lækinn segir hann:

Lækurinn kemur úr Tjörninni, en vatnið síast í hann úr Vatnsmýrinni, og rennur hann (eða fremur “liggur”, því enginn straumur er í honum) út í sjó fyrir neðan Arnarhólskletta. Lækjarbakkarnir hafa fyrrum verið hlaðnir upp með grjóti, en nú er það alt mjög fallið og ljótt útlits, þar sem ekkert hefur verið um það hirt, þótt altaf sé verið að tala um að “prýða bæinn” og stórfé fleygt út í ýmislegt annað; einungis fyrir framan landshöfðingjahússblettinn er lækjarbakkinn bæjarmegin hlaðinn upp með tegldu grjóti, hefur kannske þótt skömm að, að láta hið sama vera ávalt fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola. Áður voru grindur fram með læknum bæjarmegin, en nú eru þær horfnar fyrir löngu, líklega til þess að auka frelsið, svo að hver geti drepið sig sem vill, eða eigi hægra með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“