fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Núllið

Egill Helgason
Laugardaginn 21. maí 2016 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæmi til greina að nota þessi merkilegu, já einstæðu, mannvirki í upprunalegum tilgangi?

Semsé pissa og kúka.

Ferðamenn hljóta stundum að lenda í spreng, þótt reyndar standi hér og þar í borginni nokkuð veglegir salernisturnar með „sjálfvirkum hreinsibúnaði“. Maður þekkir það sjálfur úr ferðalögum erlendis að þetta getur verið erfitt.

Annars eru þetta merkilegar byggingar, hljóta að hafa þótt framsæknar á sínum tíma. Þær voru reistar 1930. Það eru semsagt bráðum liðin hundrað ár. Upprunalega starfsemin var í þeim fram til 2006.  Núllið var það kallað vegna þess að þetta var fyrir neðan númeraðar byggingar í Bankastræti. En þetta er náttúrlega í næsta húsi við Stjórnarráðið og skrifstofu forsætisráðherra.

 

1940-1950, neðsti hluti Bankastrætis. Horft til norðurs í átt að Lækjartorgi, f.h. eru Stjórnarráðið, Söluturninn, Varðarhúsið, Siemsenshúsið Hafnarstræti 23, bensínstöð og Smjörhúsið. Í baksýn er kolakraninn, spennustöð er fyrir framan Siemsenshúsið. Fólk á ferli í Bankastræti við almenningssalernið neðst í götunni.

 

Svona leit þetta út á fimmta áratugnum. Þarna sést líka í hluta af Lækjartorgi, út á Kalkofnsveg og kolakraninn gamli gnæfir yfir. Takið eftir hvað götuluktin er falleg.

Starfsemin mun meðal annars hafa verið lögð af vegna þess að húsnæðið þótti óhentugt, aðgengi var erfitt, ekki síst fyrir fatlaða, mikil þrengsli og einangrun léleg. Þá þótti öryggi starfsmanna ógnað að kvöldlagi – ég man eftir manni í hvítum slopp sem seldi greiður, smokka, tyggjó og þvíumlíkt. Hann var ekki þesslegur að hann gæti staðið í miklum átökum.

 

13265919_10154329405733243_8548328014729140888_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“