fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Bresku áhrifin

Egill Helgason
Laugardaginn 21. maí 2016 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

images-3Eiríkur Bergmann Einarsson telur, samkvæmt grein í Fréttablaðinu, að Bretar muni ekki ganga úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. júní. Ég er ekki svo viss. Þeir sem styðja Brexit hafa kannski harðari sannfæringu en hinir, mæta frekar og kjósa. Upplausn Evrópusambandsins er afskaplega lítið fagnaðarefni á þeim umbrotatímum sem við lifum.

Ég er enginn sérstakur bjartsýnismaður að eðlisfari og nú getur maður hugsanlega greint framundan síðari helming árs þar sem Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands, Donald Trump forseti Bandaríkjanna og Davíð Oddsson forseti Íslands.

Eiríkur nefnir að Íslendingar hafi verið undir miklum áhrifum frá Bretlandi – og þá á maður í raun sérstaklega við England. Þarna er ekki bara um að ræða enska fótboltann, áhugi á honum er líklega hvergi meiri en á Íslandi, ein helsta aðgreining karla á Íslandi er hvort þeir eru Púlarar eða United-menn, heldur líka stefnur og strauma sem koma frá perfide Albion eins og Frakkar, oft litlir vinir Englendinga, kölluðu það eitt sinn.

Íslenska hægrið varð ógurlega spennt fyrir thatcherismanum, tileinkaði sér hann fljótt og hampaði Margaret Thatcher mikið – hún var í miklu minni metum á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum.

Íslenskir sósíaldemókratar stukku mjög snemma á vagn blairismans. Töldu að Tony Blair væri eins konar frelsandi engill fyrir jafnaðarstefnuna. Hann reyndist tálsýn og nú eru kratar illilega að súpa seyðið af því. Aftur skal nefnt að þessi hugmyndastraumur frá Bretlandi hafði meiri áhrif hér en á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu.

Svo er það íslenska útrásin. Útrásarvíkingarnir okkar leituðu til London. Hún varð eins konar höfuðborg þeirra, líka í andlegum skilningi. Það var þar sem þeir vildu meika það – og hugmyndaheimur þeirra var að talsverðu leyti kominn úr bresku viðskiptalífi. London er fræg sem miðstöð fyrir óhreint fé hvaðanæva að úr heiminum.

Þetta eru ekki endilega holl áhrif. England er samfélag þar sem gríðarleg neysluhyggja tröllríður öllu, þar sem ójöfnuður er meiri en víðast í Evrópu, stéttaskipting er eitt aðaleinkenni samfélagsins og þar sem ríkir gríðarlega harður andi samkeppni.

Frankie Boyle skrifar pistil í Guardian um þau áform bresku stjórnarinnar að eyða 205 milljörðum punda í að endurnýja Trident kjarnorkuflaugar sínar. Hann veltir fyrir sér hvort þetta sé eitt tiðareinkenni síðkapítalismans þar sem fólk sankar að sér hlutum sem eru fáránlega óþarfir.

Boyle spyr einnig Bretar þurfi máski að horfast í augu við þá staðreynd að þeir séu þjóð lúðulaka sem sé skítsama um heilbrigði og menntun en telur sig þurfa að eiga nýjustu vopnin. Á tíma aðhalds í ríkisfjármálum – á tíma Camerons ríkir stöðug niðurskurðarstefna – sé þetta eins og að gefa betlara sprengjuvörpu. Skotland sé svo eins og langþreytt eiginkona sem hlusti á mann sinn skýra út hvers vegna hann eyddi bótafénu í árásarriffil.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“