fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Þegar Katrín Jakobsdóttir var líklegasta forsetaefnið – fyrir aðeins tveimur mánuðum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. maí 2016 23:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á satt að segja erfitt með að kaupa kenningar um að konur séu jaðarsettar í forsetakosningunum vegna þess hvernig Ólafur Ragnar Grímsson hefur mótað hugmyndirnar um það.

Það er þá hugmyndin um hinn sterka og reynslumikla mann sem standi einn á vaktinni – gegn ytri öflum og setji sig jafnvel á háan hest gagnvart Alþingi.

En þjóðin var í rauninni ekkert að rjúka til og kjósa Ólaf Ragnar í hinu stutta framboðsúthlaupi hans. Það mætti strax miklum efasemdum. Og sá sem nú er langhæstur í skoðanakönnunum er fræðimaður sem hefur alls ekki lagt neina áherslu á ímynd sterka mannsins, heldur miklu frekar sættir og sanngirni. Hann birtist á myndum með eiginkonu og barnahópi.

Sterki og reynslumikli maðurinn sem er í framboði hefur hins vegar mælst með í kringum 15 prósent í skoðanakönnunum. Spurnin eftir honum hefur reynst takmörkuð.

Þá má líka minna á að í vetur var Katrín Jakobsdóttir talin langsigurstanglegasta forsetaefnið. Þannig var það fyrir rúmum tveimur mánuðum – það hefur æði margt gerst síðan. Þá voru engin framboð orðin að veruleika, en þegar spurt var um forsetakosningarnar í skoðanakönnunum var hún með margfalt meira fylgi en aðrir sem þóttu koma til greina. Katrín hefði líklega getað orðið forseti – hefði hún viljað.

Hún tók sér tíma til umþóttunar en ákvað svo að fara ekki fram. Forsetakosningar með Katrínu hefðu þróast allt öðruvísi en kosningarnar nú. Tilviljanir og atburðir sem enginn sá fyrir hafa ráðið miklu. Mikil ósköp, Katrín hefði þurft að svara fyrir Icesave og gjörðir síðustu ríkisstjórnar. Það hefði getað orðið erfitt og kannski hefði gengið á pólitíska innistæðu hennar.

En þetta þarf meira að segja Guðni Th. Jóhannesson að gera – fræðimaðurinn sem kom hvergi nærri völdum eða ákvörðunum.

Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur sem flutti umræddan fyrirlestur nefndi Höllu Tómasdóttur sem dæmi um frambjóðanda sem ekki nær að samsama sig hugmyndinni um sterkan forseta, heldur tali hún eins og fyrirliði eða móðir, þetta er samkvæmt frásögn á Vísi.is.

En þá er þess að gæta að málflutningur Höllu er allt öðruvísi en hann var fyrir um það bil tíu árum, á tíma útrásarinnar. Þá var allt annað í gangi. Á þeim tíma var hún fremst í flokki í að boða hugmyndir sem geta ekki talist annað en grjóthörð frjálshyggja. Í skýrslu sem hún kynnti sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs 2007 var að finna tillögur um einkavæðingu menntastofnana, heilbrigðisþjónustu og almannatrygginga, flata og lága skatta, auk þess sem lagt var til að „höftum og íþyngjandi reglum“ yrði aflétt af viðskiptalífinu og því gefinn kostur á að „setja sér sjálft reglur“.

 

Screen Shot 2016-05-18 at 23.15.52

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“