fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Carnaby Street = Karnabær

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. maí 2016 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn var rifjað upp að fimmtíu ár væru liðin frá stofnun tískuverslunarinnar Karnabæjar. Það var á bítlatímanum og búðin seldi föt fyrir ungt fólk. Mér hefur alltaf þótt nafnið afar snjallt, Carnaby Street í London, helsta tískugatan á þessum árum, varð að hinum íslenska Karnabæ, rétt eins og The Beatles urðu að Bítlunum.

Guðlaugur Bergmann sem stofnaði Karnabæ var snjall maður og ákaflega líflegur, frumkvöðull um margt. Ég man til dæmis eftir því að hann er fyrsti íslenski maðurinn sem ég heyrði segja „fuck“.

Síðar var þetta orð notað í tíma og ótíma, en ég var vestur í KR-húsi að spila badminton sem oftar, hef verið svona 10-12 ára, en Gulli var að spila á næsta velli. Hann hitti boltann eitthvað illa og heyrðist þá segja hátt og snjallt „fuck“. Ég man að mér brá nokkuð, þetta var óvenjulegt.

Karnabær var á þessum árum á horni Skólavörðustígs og Týsgötu, eins og sjá má á þessari ljósmynd sem Sigurður Finnsson setti inn á vefinn Gamlar ljósmyndir og gaf mér leyfi til að birta. Þetta er á síðari hluta sjöunda áratugarins, Hallgrímskirkjuturn er hálfbyggður eins og hann var lengi, þarna má líka sjá verslun Sláturfélags Suðurlands – búðir SS voru víða um borg með ágætu vöruúrvali. Þarna má líka greina skilti með auglýsingu fyrir danska tóbaksfyrirtækið Hirschsprungs, en þar mun hafa verið tóbaksverslunin Havana.

 

13139305_10206376769523193_6507719698361488519_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“