fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Sögulegar sættir – vangaveltur um framboð

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. maí 2016 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningar í haust eru enn mjög á vangaveltustiginu. Náttúrlega, við vitum ekki einu sinni hvort þær verði haldnar. Flokkarnir hjóta að vera að undirbúa sig af kappi, en þjóðin er aðallega að ræða undarlegar vendingar í forsetakosningum.

Gömul afturganga skýtur upp kollinum í pistli eftir Styrmi Gunnarsson. Það er draumurinn um „sögulegar sættir“, eins og það hét í eina tíð. Þá var Styrmi mjög áfram um að kæmist á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, hann ritaði oft fabúleringar þar um – taldi stundum góða möguleika á þessu, einkum eftir að mesti hitinn fór úr hermálinu.

En af þessu varð aldrei – Sjálfstæðisflokkurinn og sósíalistar fóru aldrei saman í stjórn, ef undanskilin er ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, þar sem var brot úr Sjálfstæðisflokknum og Alþýðubandalagið. En Styrmir var ekki hrifinn af þeirri ríkisstjórn.

Nú lætur Styrmir sig dreyma um stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sem yrði mynduð eftir kosningar. Hann segir meira að segja frá því að forystumenn í VG hafi haft áhuga á að fá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnina síðustu, þegar farið var að fjara undan henni.

Að auki er vitað að VG hafði áhuga á að fá Sjálfstæðisflokk inn í ríkisstjórn í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar meirihluti hennar í þinginu var orðið efamál.

Spurning hvort VG-liðum tekst að rifja þetta upp?  Og hvað þeir segja um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn?

Það eru náttúrlega uppi miklar vangaveltur um Samfylkinguna, hvort hún lifi af, og jafnvel hvort endurvekja eigi Alþýðuflokkinn. Sumir gamlir liðsmenn hans sjá hann í hillingum. Spurning þó hvort það breytir miklu meiru en þegar Pipp-súkkulaði verður Síríus. Í síðustu kosningunum sem Alþýðuflokkurinn bauð fram í fékk hann 11 prósenta fylgi.

Stofnfundur stjórnmálaflokksins Viðreisnar verður haldinn 24. maí. Flokkurinn er að miklu leyti klofningur úr Sjálfstæðisflokknum – og nú er farið að nefna til sögunnar hugsanlega frambjóðendur. Þar er hvíslað um nöfn eins og Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“