fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Tryggir Davíð kjör Guðna?

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. maí 2016 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir pólitískir átakamenn, Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson, standa á palli á framboðsfundi fyrir forsetakosningar. Þeir hafa verið í pólitík síðan upp úr miðri síðustu öld. Eiga það sameiginlegt að metnaði sínum fá þeir seint svalað. Þjóðin horfir á og er dálítið hissa á að þeir skuli ekki geta hætt.

Með þeim er ungur maður sem hefur ekki komið nálægt stjórnmálum, fræðimaður, fjölskyldumaður sem á ung börn. Hann er broshýr, í málfutningi hans er bjartsýnistónn og hann er laus við undirferli.

Var ekki rétt áðan, með framboði Davíðs Oddssonar,  verið að tryggja kjör Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands – eða svo gott sem – svona nema honum verði eitthvað mikið á í messunni?

Gömlu karlarnir munu mikið tala um reynsluleysi Guðna, en satt að segja virðist hann fær í flestan sjó. Vinsælustu forsetar Íslands, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir, komu líka úr störfum úti í samfélaginu og beint á Bessastaði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“