fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Ríkisstjórn sem virtist dauðvona komin með viðspyrnu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. maí 2016 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Okkur Íslendingum er ekki fisjað saman. Nú er því spáð að vöxturinn í einkaneyslu verði slíkur að standist samjöfnuð við hið fræga ár 2007.

Hagvöxturinn, segir ASÍ, verður 4,9 prósent í ár og 3,8 prósent næstu árin. Það er fyrst og fremst ferðaþjónustan sem knýr þetta áfram. Hún er ekki bara stærsta atvinnugreinin – hún er orðin langstærst.

Ungt fólk situr að vísu eftir – við sem eldri erum sölsum of mikið til okkar og látum ekki það sem við höfum komist yfir.

Á sama tíma birtist Gallupkönnun sem sýnir dálítið athyglisverða stöðu. Pólitískur órói apríl- og marsmánaða vegna Panamauppljóstrana, öll hin mikla spillingarumræða, mælist öðruvísi í fylgistölum en menn hefðu almennt búist við.

Sjálfstæðisflokkurinn er yfir kjörfylgi sínu með 27 prósent, Píratar halda áfram að dala og eru með 26,6 prósent. Framsóknarflokkurinn með sinn nýja forsætisráðherra er á svipuðu róli og löngum á þessu kjörtímabili, með 10,5. Og stuðningur við ríkisstjórnina eykst og er nú 37,3 prósent. Kannski þarf Framsókn ekki á Sigmundi Davíð að halda?

Fylgisaukning Vinstri grænna staðfestist í könnuninni, flokkurinn mælist með 18,4, en það virðist vera að fylgi sé einfaldlega að leita frá Pírötum til VG. Þetta er hreyfingin sem er á fylgi stjórnarandstöðunnar, í heildina bætir hún ekkert við sig.

Miðað við þetta, hagvöxtinn, líkleg fjárútlát úr ríkissjóði fyrir kosningar, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin sem virtist vera dauðvona um tíma sé komin með talsverða viðspyrnu.

Þó líklegra enn sem komið er að stjórnarandstöðuflokkar taki við stjórnartaumunum eftir kosningar (sem er óhjákvæmilegt að halda í haust eftir fjölda yfirlýsinga á þann veg). Samt á eftir að koma í ljós hvernig þeim tekst að stilla upp sínu liði. Það gæti verið að kjósendur fengju jafnvel skýrt val milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu – sem er fremur óvenjulegt í íslenskum stjórnmálum.

Svo er náttúrlega hugsanlegt að einhver flokkur sjái sér hag í að stökkva í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki ef þá vantar ekki nema nokkra þingmenn upp á. Það er vel mögulegt að slík staða kæmi upp. Sá flokkur fengi þá að vera með í að ausa út gæðum sem fylgja hagvaxtar- og neysluskeiðinu sem blasir við. Það er kannski til nokkurs að vinna.

Ég man allavega samfylkingarmanninn sem sagði við mig árið 2007 að það væri nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að komast í ríkisstjórn til að hún fengi að komast í það verkefni að útdeila öllum þeim fjármunum sem þá flæddu um samfélagið og í ríkiskassann. Samfylkingin komst í stjórn þá um vorið – en það endaði náttúrlega frekar illa.

 

8cz3j2ix

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“