fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Ragnar í Smára, Fjallamjólkin og ASÍ

Egill Helgason
Mánudaginn 2. maí 2016 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Jónsson var hugsanlega merkasti menningarfrömuður sem Íslendingar hafa átt. Hann framleiddi smjörlíki, það var einhvers konar undirstaða, og þess vegna var hann kallaður Ragnar í Smára.

En Ragnars er minnst fyrir hina ótrúlegu elju og lifandi hugsjón sem einkenndi menningarstarf hans. Hann var bókaútgefandi, frumkvöðull í tónlistarlífi, safnaði málverkum og gaf út málverkabækur og eftirprentanir af málverkum.

Ragnar auðgaðist, en hann notaði auð sinn til góðs. Eftirfarandi orð eru höfð eftir honum:

Auður er hvorki góður né slæmur. Það er afstaða mannsins til auðsins, sem er annaðhvort góð eða vond.

Trú hans á gildi listarinnar var mjög einlæg. Líklega myndu fáir taka til orða í dag eins og gert er hér að neðan, upphafning af þessu tagi er ekki í tísku, en þetta var lífssýn Ragnars og hann þráði að færa bókmenntir, tónlist og myndlist nær almenningi:

Listin er allt, vegurinn eini, sem leiðir okkur frá brauðstritinu, fær okkur til þess að líta upp og þrá meiri mannúð, meiri fegurð, fullkomnari heim.

Ragnar gaf Alþýðusambandi Íslands málverkasafn sitt, 120 myndir, árið 1961. Þar eru verk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar, Kjarval, Ásgrím, Nínu, Scheving, Svavar, Jón Stefánsson. Slík gjöf er fyrir lífstíð og miklu meira en það. Hún leggur skyldur á herðar þiggjandanum.

Alþýðusambandið er merkileg hreyfing sem fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Hún getur ekki verið þekkt fyrir að láta þjóðargersemar drabbast niður eða hverfa sjónum.

 

 

Kjarval_Fjallamjolk-1

 

Fjallamjólk eftir Kjarval. Eitt frægasta málverk Íslandssögunnar. Gefið af Ragnari í Smára til ASÍ. Sagan segir að Nútímalistasafnið í New York hafi falast eftir verkinu en Kjarval ekki viljað selja það. Hann hafi talið að þjóðin yrði að hafa slík verk hjá sér. Anna Jóa veltir því fyrir sér í bloggi frá 2010 hvort orðstír Kjarvals hefði orðið annar ef verkið hefði farið úr landi.

(Þess má svo loks geta að við fjöllum dálítið um Ragnar í Smára í Kiljunni á miðvikudagskvöldið.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“