fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Síðasti valsinn – besta tónleikamynd allra tíma

Egill Helgason
Föstudaginn 29. apríl 2016 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíó Paradís sýnir á næstunni The Last Waltz, kvikmynd sem kemur vel til álita sem besta tónleikamynd allra tíma. Myndin er gerð af sjálfum Martin Scorsese árið 1976 og setti ný viðmið í því hvernig tónlistarflutningur var kvikmyndaður. Í því tilviki er nánast hægt að tala um fyrir og eftir The Last Waltz.

List Scorseses felst í því hvernig hann undirbyggir tónlistina, spennuna og stígandina í lögunum, með klippingunni. Annað eins hafði varla sést áður. Kvikmyndavélin missir ekki af neinu. Það virkar eins og hann sé alltaf á réttum stað á réttum tíma, hann nær svipbrigðunum, tilþrifunum í hljóðfæraleiknum og söngnum – ólíkt því sem var til dæmis í hinni frægu Woodstock heimildarmynd þar sem kvikmyndatakan var bæði ómarkviss og flöktandi.

Útkoman er undarlega skemmtileg – og eiginlega má segja að önnur eins tónleikamynd hafi ekki verði gerð síðan. Þetta er meistaraverkið í greininni, enda leikstjórinn náttúrlega einn helsti kvikmyndagerðarmaður sögunnar – og mikill unnandi tónlistar í þokkabót.

Scorsese var með sjö 35 millimetra kvikmyndavélar og á þeim voru meðal annarra meistarar eins og Michael Chapman, Laszlo Kovacs og Vilmos Zigismond. Hann teiknaði upp handrit upp á 300 blaðsíður. Hann einbeitti sér að tónlistarmönnunum, það sjást engar myndir af áhorfendum. Sjálfur sagði hann: „Hver þarf að sjá áhorfendurna eftir Woodstock?“

The Last Waltz var tekin á kveðjutónleikum hinnar sögufrægu hljómsveitar The Band í Winterland danshöllinni í San Fransisco 25. nóvember 1976. Meðlimir sveitarinnar voru þá búnir að vera á stanslausu hljómleikaferðalagi í mörg ár, þeir hljóma í viðtölum eins og gamlir og lífsreyndir menn – þótt í rauninni væru þeir kornungir ennþá.

Allir meðlimir The Band voru minnistæðir karakterar – þrír þeirra eru látnir – og þegar þarna var komið höfðu þeir haft gríðarleg áhrif með blöndu sinni af rokki og þjóðlegum stefjum, með textum sem oft rúmuðu furðu stórar frásagnir. Þetta hljómar mjög amerískt, eins og leit að amerískum rótum, en samt voru allir í hjómsveitinni frá Kanada utan einn.

Svo koma þarna líka fram stórstjörnur vinir þeirra, Joni Mitchell söng Coyote, lag sem er fullt af ólgandi kynferðisþrá. Bob Dylan var næstum hættur við að koma fram. Van Morrison mætti í mjög sérkennilegum samfestingi en tók salinn með trompi, gat varla hætt.  Ringo Starr var á fylleríi með Ron Wood og kom undir lokin. Emmylou Harris var glæsilegust með rödd eins og silfurfljót (hvernig sem það svo hjómar). Enginn vissi hvað Neil Diamond var að gera þarna, en Neil Young kynnti sig fyrir honum og sagðist heita Neil Sedaka.

Kvikmyndin skilar því hvað andrúmsloftið í tónleikasalnum var rafmagnað. Flutningurinn er mjög tilfinningaþrunginn, The Band spilar í síðasta skipti saman eins og það eigi lífið að leysa.

Hér eru tvö brot úr myndinni. Levon Helm syngur The Night They Drove Old Dixie Down.

 

 

Og þetta er uppáhaldið mitt, Stage Fright, sungið af Rick Danko. Ósvikið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“