fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Hin langa málaskrá – að stökkva á Píratavagninn

Egill Helgason
Laugardaginn 23. apríl 2016 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður gerir ráð fyrir að flokkarnir séu þegar komnir á fullt að undirbúa þingkosningar í haust, móta stefnu og skerpa á henni, stilla upp á framboðslista – jafnvel laða hæft fólk til framboðs.

Í fyrravor var ég í Danmörku þegar þáverandi forsætisráðherra, Helle Thorning-Schmidt, ákvað snögglega að boða til kosninga. Það var eins og við manninn mælt, innan við klukkutíma síðar voru stjórnmálaflokkarnir mættir út á götur Kaupmannahafnar með borða, veifur, ræðuhöld og spjall við kjósendur.

Staðan í stjórnmálunum er reyndar skrítin. Ríkisstjórnin leggur fram langan lista með málum sem hún vill láta klára áður en kosið verður í október. Þetta er að sönnu óvenjulegt. Stjórnin telur sig semsagt vera nógu sterka til að gera svo stórar kröfur. Þarna eru inn á milli mál sem eru til vinsælda fallin fyrir kosningar, þarna eru stjórnarskrárbreytingar – en líka til dæmis hinn mjög svo umdeildi búvörusamningur.

Það er boðað sumarþing til að afgreiða allan þennan pakka.

Er stjórnarandstaðan að fara að samþykkja þetta? Getur hún andæft – og þá með hverju öðru en málþófi?

Svo er spurningin hvernig flokkarnir stilla sér upp fyrir kosningar. Hér er til dæmis tillaga frá þingmanni Bjartrar framtíðar um að stjórnarandstaðan verði kosningabandalag. En hversu mikil spurn er eftir því? Fylgi Pítata hefur verið að sveiflast langt upp undir fjörutíu prósent, Björt framtíð er hins vegar vel undir fimm prósentum.

Heitir þetta ekki að reyna að stökkva á vagn Píratanna?

 

Screen Shot 2016-04-23 at 10.26.50

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“