fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Aldraðir frambjóðendur og þrásetumenn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. apríl 2016 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrásetur stjórnmálamanna eru ekki sérstaklega af hinu góða – þótt kannski sé óþarfi að fara að grípa til samanburðar við blóðuga einræðisherra þegar rætt er um forsetaembætti á Íslandi.

Það er reyndar í Þýskalandi af vestrænum lýðræðisríkjum að ráðamenn sitja hvað lengst og þar erum við að tala um alvöru völd, Helmut Kohl var í 16 ár, Adenauer í 14 ár, Angela Merkel hefur verið í 11 ár og margt bendir til þess að hún muni sækjast eftir því að vera lengur í kosningum á næsta ári. Það er enginn í sjónmáli sem getur skákað henni. Stöðugleiki er náttúrlega ær og kýr Þjóðverja. Andstæðan við þetta er Ítalíu þar sem ríkisstjórnir máttu stundum þakka fyrir að lifa í viku.

Mestir þrásetumenn í okkar heimshluta hafa annars verið jafnaðarmennir sem stýrðu ríkjum á Norðurlöndunum á blómaskeiði norræna módelsins. Einar Gerhardsen var forsætisráðherra í Noregi í 17 ár, það var reyndar ekki samfella, en Tage Erlander var samfleytt forsætisráðherra í Svíþjóð í 23 ár. Uhro Kekkonen, forseti Finnlands, á þó metið, en hann sat í embætti í 26 ár.

Undir lokin þótti reyndar mörgum að Kekkonen væri farið að förlast.

Svo er það þetta með aldurinn. Miklar breytingar urðu í  þingliði Íslands í tvennum kosningum eftir hrun. Það hefur ekki borið meiri árangur en svo að traust til stjórnmála á Íslandi er enn í algjöru lágmarkið. Má segja að endurnýjunin hafi mistekist? Hvernig verður endurnýjunin eftir næstu kosningar?

Í þessu sambandi er merkilegt að sjá hvað er að gerast í Bandaríkjunum. Þar eru frambjóðendurnir nefnilega býsna aldraðir margir hverjir – og ættu samkvæmt því sem almennt tíðkast á Íslandi (með fáum undantekningum) að vera komnir á pólitískt elliheimili.

Óðinn Jónsson, umsjónarmaður Morgunvaktarinnar á Rás 1, skrifar lítinn pistil um þetta á vefinn. Eins og hann bendi á er það frambjóðandinn sem er 75 ára sem nær best til ungs fólks.

Annars er það athyglisvert hversu baráttuglöð og valdsækin kynslóð Ólafs Ragnars Grímssonar er um þessar mundir. Þegar forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum verður Donald Trump orðinn eldri en Ronald Reagan var, þegar hann var kjörinn 1980. Hann á enn aldursmetið. Varð forseti 69 ára og 341 dags að aldri. Trump verður sjötugur í sumar, Hillary Clinton 69 ára í haust, nokkrum mánuðum yngri en Reagan var við forsetakjör. Þá er ótalinn Bernie Sanders, sem verður 75 ára í haust. Þetta fólk er allt í fullu fjöri, skoðanaríkt og býr að mikilli reynslu. Sérstaka athygli vekur að sá elsti, Bernie Sanders, nær best allra frambjóðendanna vestra til yngstu kjósendanna.

 

usa-election-democrats

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Umpólun Snorra?
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?