fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

„Slepja frá upphafi til enda“

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. apríl 2016 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á stórfyrirtækið Eimskip að fá að dreifa auglýsingum í grunnskóla og þaðan inn á öll heimili landsins þar sem eru ung börn?

Í raun er skrítið að þessi umræða sé farin í gang í annað eða þriðja skiptið, en það er markaðsstjóri hjá Eimskip sem gefur upp boltann og er sármóðgaður yfir því að fá ekki að senda reiðhjólahjálma, kirfilega merkta fyrirtækinu, inn í skólana.

Það má auðvitað spyrja hvort fyrirtækið væri tilbúið að gefa hjálma sem væru ekki merktir, en aðalatriðið er auðvitað að börn í skólum eiga að fá að vera í friði fyrir ásókn auglýsenda og fyrirtækja.

Einn reyndasti markaðsmaður landsins, Andrés Jónsson, skrifar og segir að bréf markaðsstjórans sé „slepja frá upphafi til enda“. Það hjóti að þurfa að hafa almennar reglur um markaðssetningu í skólum, annars væri ásóknin óendanleg.

Kannski er einkennilegast að fyrirtækið standi í svona deilum ár eftir ár?

Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri Eimskips skrifar á Facebook og kvartar yfir að mega ekki dreifa reiðhjólahjálmum merktum EIMSKIP til barna í fyrsta bekk grunnskóla í Reykjavík. Þessi status Ólafs Williams, sem margir hafa dreift í morgun (vonandi í hugsunarleysi) er algjör slepja frá upphafi til enda.

Í fyrsta lagi birtir hann mynd af barni með svona hjálm en sýnir ekki þá hlið sem er merktur fyrirtækinu. Sem er frekar óheiðarlegt í ljósi þess að það er merkingin sem málið snýst um, en ekki barnið eða aukin hjálmanotkun. Þá ræðst hann á nafngreint saklaust fólk sem vinnur hjá borginni og vænir kjörna fulltrúa um annarlegar hvatir. Hann lætur enn fremur eins og tilgangurinn með dreifingunni sé tóm góðmennska en ekki hluti af markaðssetningu fyrirtækis hans (ef svo væri afhverju dreifir hann þá ekki ómerktum hjálmum til barna og sendir svo fréttatilkynningu um það).

Staðreyndin er sú að við lifum ekki á jafn saklausum tímum og áður. Að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn er hið heilaga gral í markaðsmálum. Það er dreifileið sem kemur markaðsskilaboðum alla leið inn í innsta ból fjölskyldna og á hluti sem verða hluti af daglegu lífi þeirra. Eimskip, þar sem margir starfsmenn nota hjálma við vinnu sína, sá þetta tækifæri fyrir nokkrum árum og maður skilur það vel að þeir nýttu sér það.

Það verður hins vegar að hafa almennar reglur um auglýsingar í skólum og draga línu um hvað megi nota grunnskólana í. Ásóknin væri annars óendanleg í að fá grunnskóla til að dreifa merktu auglýsingaefni til barna. Það er enginn að halda því fram að börn þoli ekki að sjá vörumerki eða að það valdi þeim stórkostlegum skaða að vera merkt fyrirtækjum. Það er heldur ekkert sem bannar Eimskip að dreifa merktum vörum til barna, þeir verða bara að gera það annars staðar en í skólastofunni. Þeir geta sent hjálmana heim til fólks, þeir geta dreift þeim í Kringlunni eða þeir geta boðið fólki að sækja þá á bensínsstöðvar. Ég kem ekki auga á þetta óréttlæti sem þetta forríka fyrirtæki hefur orðið fyrir af hálfu borgarinnar að mati Ólafs Williams Hands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“