fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Að vera fyrri til

Egill Helgason
Laugardaginn 2. apríl 2016 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var eiginkona forsætisráðherra sem skýrði frá hinum umdeildu fjármunum sem geymdir eru í skattaskjóli. Sveitin í kringum Sigmund Davíð vildi vera fyrri til. Þá strax var farið að tala um „Gróu á Leiti“ og „ógæfumenn“ sem væru að fiska eftir svona upplýsingum.

Þetta heitir að vera fyrri til, á ensku er notað hugtakið pre empt – er alþekkt í almannatengslafræðum, ekki síst þegar reynt er að lágmarka skaða vegna óþægilegra upplýsinga.

Dagana síðan hafa birst skammir um Ríkisútvarpið og þangað fer forsætisráðherrann ekki í viðtal. Þingmaður úr Framsóknarflokknum skrifar grein um hvað RÚV sé ómögulegt, nokkru síðar birtist grein eftir annan þingmann Framsóknar og þar er ekki bara notað sama orðalag heldur eru beinlínis heilu efnisgreinarnar orðréttar.

Seint myndi maður telja ástæðu til að bera saman Ísland og Rússland. En nú vill svo til svipaður leikur er leikinn í Rússlandi þessa dagana.

Talsmaður Pútíns í Kreml lýsir því yfir að hópur blaðamanna sér að undirbúa árás á Rússlandsforseta. Þarna eru einmitt nefnd rannsóknarblaðamannasamtökin ICIJ, en greint hefur verið frá því að íslenski aflandseyjalekinn sé einmitt tilkominn í samstarfi við þau. Sveitin í kringum Pútín segir að ekkert sé að marka þetta, en upplýsingarnar frá ICIJ hafa þó ekki ennþá birst.

Á morgun er sérstakur Kastljósþáttur í sjónvarpinu klukkan 18. Þessa þáttar er beðið með ofvæni. Þar verða væntanlega frekari upplýsingar um aflandseyjar og eignum í skattaskjólum. Það kann að vera einhvers konar herkænska að gera lítið úr fjölmiðilinum áður en fréttin birtist –  það er stundum kallað að skjóta sendiboðann – en kannski er best að bíða og sjá hvað kemur fram í þessum þætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?