fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnin stendur af sér tillögu um þingrof – en vantraustið magnast

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. mars 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og stendur eru engar líkur á öðru en að ríkisstjórnin standi af sér tillögu um þingrof og nýjar kosningar. Stjórnarliðið mun standa saman um að hafna því – líklega hver einasti þingmaður. Svoleiðis eru stjórnmálin á Íslandi.

Aflandseyjamálin hafa flækst nokkuð eftir að komu fram upplýsingar um fleiri stjórnmálmenn en forsætisráðherra sem tengjast slíkum stöðum.

Það verður samt að segjast eins og er að ef rýnt er í hinn pólitíska drullupoll er mál hans af annarri gráðu en hinna, eins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði reyndar í fréttum í gærkvöldi. Það er ekki sambærileg staða að vera gjaldkeri í stjórnmálaflokki og forsætisráðherra – og nú er gjaldkerinn reyndar búinn að segja af sér, fyrstur manna vegna þessa hneykslis.

Umræður um þingrof gætu orðið forvitnilegar – en líklegt er samt að þær fari út og suður. Sigmundur Davíð segir beinlínis að sig langi í svona umræður – til að geta rætt þann árangur sem hefur náðst. Þá erum við semsagt komin út í  hefðbundinn meting stjórnar og stjórnarandstöðu – semsagt langt frá efnisatriðum málsins sem setur þetta allt af stað. Sú umræða gæti orðið býsna skrítin.

Þegar litið er til sögu íslenskra stjórnmála er staðan reyndar dálítið óvenjuleg. Ef ríkisstjórnin fer frá er eiginlega ekkert annað í boði en hrein stjórnarskipti, að kosið verði milli stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Maður sér varla að Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur séu að fara að vinna með Pírötum. Hrein stjórnarskipti eru fágæt í íslenskum stjórnmálum, en þau urðu þó í síðustu kosningum. Síðustu hreinu stjórnarskiptin á undan því eru þegar vinstri stjórnin tók við 1971 (að undanskildum skammlífum minnihlutastjórnum).

Uppljóstranir sem væntanlegar eru um aflandsfélög geta hins vegar magnað upp gríðarlega óánægju í samfélaginu og aukið enn á hið almenna vantraust  sem hefur varla verið meira í aðra tíð.

Gunnar Tómasson hagfræðingur orðar þetta skilmerkilega í orðsendingu til alþingismanna:

Ef boðaðar upplýsingar um aflandsreikninga innlendra aðila sýna að viðkomandi eru m.a.

(a) handhafar kvóta til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar;

(b) aðilar sem hafa notið afskrifta af viðskiptalánum sínum í kjölfar hrunsins; eða/og

(c) opinberir aðilar,

þá er ykkur vandi á herðar lagður af skyldum gagnvart almenningi og eigin samvizku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?