fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Ekki Gróa á Leiti

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. mars 2016 17:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðvitað er það óþægilegt fyrir forsætisráðherra þegar kemur upp úr dúrnum að kona hans geymir umtalsverðan auð sinn í skattaparadísinni Tortóla. Það er ekki eins og sá staður hafi gott orð á sér, nafnið eitt vekur illan grun. Það má rétt vera að allir skattar hafi verið greiddir af þessu, en það er samt ljóst að þarna eru forsætisráðherrann og kona hans ekki að deila kjörum með íslensku þjóðinni – nema síður sé.

Hagsmunatengslin geta líka verið óþægileg. Að eiginkona ráðherrans hafi verið í hópi kröfuhafa bankanna. Kannski hafði þetta engin áhrif, en það hefði þurft að greina frá þessum tengslum. Það hefði verið miklu eðlilegra – og líka þægilegra að fá málið upp með þeim hætti.

Ásakanir um að þarna sé Gróa á Leiti komin á stúfana virka ekki almennilega. Það er fullkomlega eðlilegt að fjölmiðlar rýni í mál eins og þetta. Forsætisráðherrann og samstarfsmenn hans fréttu af fyrirspurnum úr blaðamannastétt og settu í gang heilmikla sýningu – til þess að stjórna umræðunni frá fyrstu stund í staðinn fyrir að bíða eftir að málið kæmi upp í fjölmiðlum.

Að nokkru leyti tókst þeim það ágætlega.  Varaformaður Vinstri grænna fór upp í pontu og hellti úr skálum reiði sinnar. Það má eiginlega segja að hann hafi gengið beint í gildru Framsóknarmanna. Umræðan var með öllu ótímabær. Það var ekki farið að fjalla um málið neitt að ráði í fjölmiðlum. Almenningur vissi enn ekki út á hvað málið gekk, en með þessu rataði það umsvifalaust í pólitísku skotgrafirnar. Má eiginlega spyrja hvort engin taktísk hugsun sé til hjá Vinstri grænum?

 

Screen Shot 2016-03-17 at 18.02.19

Svona lítur Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins, á málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?