Í Fréttablaðinu í dag er grein um erlenda hrægamma sem voma yfir Íslandi í von um að hreppa hér einhver verðmæti.
Þeir eru ábyggilega til. En hins vegar er orðin lenska hér á landi að kenna útlendingum um hvernig er komið fyrir Íslandi.
En um leið er óþarfi að gleyma því að tap erlendra fjárfesta á hruni íslenska bankakerfisins er varla undir 3000 milljörðum króna. Það nemur um tíu milljónum á hvern Íslending.
Og að flestir hrægammarnir sem settu kerfið hér á hausinn eru Íslendingar, og að sumir þeirra eru ekki búnir að gefast upp við að hreppa góða bita eða halda þeim eftir.
Í þeim hópi eru meira að segja eigendur Fréttablaðsins.
Og ýmsir aðrir eru komnir á stúfana. Hér eru til dæmis tveir ansi stórtækir Kaupþingsmenn farnir að starfa í félagi sem nefnist Tindar – ásamt þekktum kaupsýslumönnum – en segjast nú ætla að beita sér fyrir góðum viðskiptaháttum og siðferði.