fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Ósamhljómur milli stjórnarflokkanna

Egill Helgason
Mánudaginn 14. mars 2016 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við búum við það ástand að flokkarnir tveir sem eru í ríkisstjórn tala út og suður.

Um byggingu nýs spítala, um húsnæðismál, um málefni banka og sölu á þeim, verðtryggingu og nú síðast um fæðingarorlof.

Það er meira en ár til kosninga, en kannski er runninn upp sá tími að flokkar marka sér sérstöðu – einkum og sérílagi Framsóknarflokkurinn.

Kannski má segja að hann sé fremur að sýna vinstri vangann þessa dagana? Í eftirhrunspólitíkinni á Íslandi er raunar stundum erfitt að greina hvað er vinstri og hvað er hægri.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra talaði um það á fundi á Egilsstöðum í síðustu viku að í lok kjörtímabilsins þyrfti að nýta vel góðar aðstæður í efnahagslífinu.

Það þarf að nýta fjórða árið vel til að klára stóru ókláruðu efnahagsmálin og byggja upp og sækja fram í öðru sem hefur verið vanrækt.

En það virðist vera mikill ósamhljómur milli flokkanna um hvernig eigi að nota efnahagsbatann – og ansi mikill pirringur í gangi líka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?