fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Bólga í stjörnukerfinu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. mars 2016 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnugjöf í bókmenntagagnrýni er mun algengari í fjölmiðlum á Íslandi en erlendis og hin síðari ár hefur hlaupið mikil bólga í stjörnugjöfina. Gagnrýnendur eru mun örlátari á stjörnurnar en áður.

Þetta kemur fram í grein sem nefnist Stjörnufræði og birtist í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar, en höfundur hennar er Egill Bjarnason. Egill hefur skoðað stjörnugjöf allt síðan hún hófst í vikublaðinu Pressunni í ritstjóratíð Gunnars Smára Egilssonar. Þá virðast gagnrýnendur hafa verið talsvert nískari á stjörnur en nú er.

Stjörnugjöfin hófst aftur fyrir alvöru þegar Gunnar Smári stjórnaði Fréttablaðinu, DV fór að notast við stjörnur og líka Morgunblaðið. Egill telur að stjörnunum hafi fjölgað verulega þegar föstum ritdómurum fækkaði mjög á blöðunum í kringum hrunið, þá komst gagnrýni í hendur blaðamanna sem sinntu henni meðfram öðrum skrifum – og bólga hljóp í stjörnukerfið.

Meðal þess sem Egill nefnir er hversu óljós viðmiðin eru í stjörnugjöfinni. Þau séu hvergi birt, hverjum og einum sé í sjálfsvald sett hvernig stjörnunum er beitt – þannig fær Fýkur yfir hæðir eftir Emily Brontë jafnmargar stjörnur og bók um fótboltamanninn Suarez, Tolstoy jafmargar stjörnur og Lee Child.

Stjörnurnar hafa gríðarleg áhrif á bókakaupendur segir hann – og útgefendum finnst gott að flagga þeim í auglýsingum.

Við fjöllum um stjörnugjöf í Kiljunni á miðvikudagskvöld.

 

Screen Shot 2016-03-08 at 19.00.16

Skýringarmynd með texta úr grein Egils Bjarnasonar í Tímariti Máls og menningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“