Guardian birtir stórmerkilega úttekt, það sem kallað er kynslóðareikningur. Þetta byggir á miklu magni upplýsinga og sýnir hvernig ungt fólk er hlunnfarið í efnahagslífi Vesturlanda – Guardian kallar það 30 ára svik.
Niðurstöðurnar eru eiginlega sláandi. Það er blanda af skuldum, atvinnuleysi og hækkandi húsnæðisverði sem veldur því að ungt fólk fær ekki hlutdeild í auð heimsins eins og áður var. Þarna er um að ræða fólk sem er fætt milli 1980 og 1995. Blaðið segir að tekjur fólks á þessu aldursbili hafi fallið og séu nú allt að 20 prósent lægri en meðaltal.
Á sama tíma hefur afkoma eftirlaunaþega stórbatnað og tekjur þeirra hækkað mikið.
Það eru semsagt miklar hindranir á vegi ungs fólks og teikn um að það muni almennt hafa það verra efnahagslega en foreldrarnir, afar og ömmur.
Guardian birtir meðfylgjandi súlurit um tekjuþróun mismunandi aldurshópa í ýmsum löndum.