fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hvenær verða byssurnar teknar fram?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. mars 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eina alvöru lausnin á flóttamannastraumnum frá Sýrlandi er fjölþjóðleg. Það er ekki annað hægt en að þjóðir heims taki sig saman um að finna leið út þessu skelfilega ástandi. Hinn möguleikinn er hræðilegur, sá að rísi girðingar hvarvetna í Evrópu en flóttamenn lokist inni í ríkjum sem liggja næst átakasvæðnum og þau verði smátt og smátt glundroðanum að bráð.

Í raun ætti þetta ekki að vera svo erfitt. Vandinn er svo langt í frá að vera óyfirstíganlegur. Í lok síðari heimstyrjaldarinnar voru milljónir manna á vergangi í Evrópu. Fólk sem hafði verið flutt burt í nauðungarvinnu, fangar úr útrýmingarbúðum, Þjóðverjar á flótta undan Rússum, munaðarlaus börn, ekkjur og örkumla menn.

Þetta var margfalt stærra vandamál en nú er. Þá var Evrópa fátæk og í rústum eftir stríðið. Nú er álfan rík og aflögufær. Miðað við íbúatölu Evrópu er flóttamannastraumurinn ekki einu sinni svo mikill, ekki hlutfallslega.

En það verður að segjast eins og er að viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru til skammar. Evrópusambandið er sem lamað, Bandaríkin vilja ekki bera neina ábyrgð, Rússlandi virðist mest í mun að auka á vandann til að grafa undan stjórnarfari í álfunni. Leiðtogar í einstaka ríkjum eru hræddir við framrás hægriöfgamanna og vilja helst þvo hendur sínar af flóttamannavandanum. Þeir hugsa um kosningar heima hjá sér.

Afleiðingin er sú að Grikkir með sitt víðfema Eyjahaf sem er erfitt að verja, sitja uppi með endalausar bylgjur flóttamanna. Ríki norðan Grikklands eru að naga sig saman um að loka landamærum að þeim forspurðum. Grikkland er í alvarlegri efnahagskreppu. Smáþjóðin Grikkir er ekki neinni aðstöðu til að taka á sig byrðar eins og þessar– sem að talsverðu leyti stafa af hernaðarbrölti stórvelda í Miðausturlöndum.

Á þeim hernaði bera Grikkir enga ábygð né heldur stjórnmálaástandinu í þessum heimshluta. Það er ekkert réttlæti í því að breyta Grikklandi í risastórar flóttamannabúðir og vera Grikkja í ESB og NATO ætti að tryggja að svo verði ekki.

Þetta er mikil prófraun fyrir Evrópusambandið. Það viðurkenna bæði Angela Merkel og Donald Tusk. En það verður að segjast eins og er að ESB hefur brugðist seint og illa við vandanum. Hann var lengi yfirvofandi áður en straumurinn braust fram af slíkum krafti sem hefur verið síðasta árið. Það er skelfilegt að sjá fréttamyndir af lögreglu sem notar táragas og kylfur gegn flóttafólki reynir að bjarga lífi sínu undan stríðsátökum. Maður spyr: Hvenær verða byssurnar teknar fram til að skjóta á flóttamenn?

Það er sú lausn sem sundrung Evrópu býður upp á.

 

images-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar