Stjórnmálin voru ekki fjarri á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt.
Adam McKay, leikstjóri The Big Short (myndarinnar sem hefði átt að vinna), setti fram þessi varnaðarorð:
Ekki kjósa frambjóðendur sem taka við fé frá stórum bönkum, milljarðamæringum og olíufyrirtækjum.
Chris Rock fór á kostum í einræðu um rasisma í Hollywood.
https://www.youtube.com/watch?v=elCvksCyWp8
En Leonardo di Caprio, sá frábæri leikari, flutti flotta ræðu um loftslagsbreytingar.
https://www.youtube.com/watch?v=dyp_DVgT260
Svo fékk leikstjórinn Alejandro González Iñárritu Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn annað árið í röð. Hann er frá Mexíkó, fæddur í Mexíkóborg 1963. Það er athyglisvert á ári þegar sá sem leiðir í baráttunni fyrir að verða forseti Bandaríkjanna talar um Mexíkóa sem nauðgara, fíkniefnasala og glæpamenn.