fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hverju kosta menn til að verða forseti á Íslandi, persónulega og peningalega?

Egill Helgason
Mánudaginn 29. febrúar 2016 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem sem er sérstætt við íslenskar forsetakosningar er að frambjóðandinn stendur í raun einn. Hann býður fram sjálfan sig. Hann er ekki fulltrúi hreyfingar eða stjórnmálastefnu.

Þetta getur verið dálítið óþægileg staða. Frambjóðendurnir eru vegnir og metnir sem einstaklingar fyrst og fremst – og hampað eða hafnað sem slíkum. Fyrir vikið geta sárindin orðið afar mikil.

Þetta getur reynt á ýmsa hluti, til dæmis vina- og fjölskyldubönd. Frambjóðandinn þarf máski að upplifa að vinir, ættingjar eða samstarfsmenn styðja hann ekki, eru jafnvel andsnúnir honum. Slíkt reynir ekki svo mikið á þegar fólk býður sig fram fyrir stjórnmálaflokk, en það er annað þegar persónulega návígið er svo mikið.

Þetta er jafnvel ennþá erfiðara nú á tíma samskiptamiðla. Frambjóðendur eru vegnir og léttvægir fundnir á einum dagparti. Jafnvel slátrað undir eins og þeir stinga höfðinu út og leyfa að þeir séu orðaðir við framboð.

Hvernig á fólk að fara að því að bjóða sig fram? Svanur Kristjánsson prófessor segir að peningar skipti ekki svo miklu máli í forsetaframboði. Hann fjallar um fjárútlát Ástþórs Magnússonar í kosningunum 1996 samanborið við peningana sem Ólafur Ragnar Grímsson eyddi.

En þetta er náttúrlega ekki sambærilegt. Ástþór átti aldrei möguleika. Hann var að eyða peningum til að vekja athygli á sjálfum sér og friðarstarfinu sem hann stóð fyrir á þeim tíma.

Ólafur Ragnar varð hins vegar forseti og greinir Svanur frá því að hann hafi eytt 36 milljónum króna í framboð sitt, það eru 74 milljónir samkvæmt verðlagi dagsins í dag. Ólafur – eða framboð hans –  var lengi að borga skuldirnar.

Í raun er þetta hrikalega mikið. Þarf forsetaframbjóðandi í dag að eyða svona miklum peningum – og hvaðan ætti hann að fá slíkar fjárhæðir? Myndi viðkomandi ekki steypa sér í stórkoslegar skuldir?

 

Olafur-Ragnar-Grimsson

 

Svanur Kristjánsson segir að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar hafi kostað 36 milljónir króna 1996. Framreiknað eru það 74 milljónir króna. Væri einhver tilbúinn að eyða slíkum fjárhæðum í að verða forseti?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?