fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hópsálin gegn Reykjavíkurdætrum

Egill Helgason
Laugardaginn 27. febrúar 2016 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Screen Shot 2016-02-27 at 13.34.22Rapphópnum Reykjavíkurdætrum hefur verið mikið hampað, þær hafa verið áberandi í fjölmiðlum og á ýmsum skemmtunum.

Maður hefur heyrt að mörgum hefur fundist framganga þeirra góð – þær eru eindregnir femínistar, en nota þessa tegund tónlistar sem hefur löngum verið heldur karllæg, vægast sagt. Til eru íslenskir rapptextar, fluttir af ungum körlum, þar sem er sungið um „hórur“ og „mellur“, „bitch“ og „dick“ og „bomba í rass“ – og allt þetta, misjafnlega vel staðfært upp á Ísland.

Eftir atriði Reykjavíkurdætra í Viku Gísla Marteins er eins og þjóðarsálin hafi snúist á punktinum. Hún breyttist í hópsál sem er búin að ákveða að Reykjavíkurdæturnar séu óalandi og óferjandi. Þetta sér maður út um allt á Facebook. Reykjavíkurdæturnar eiga fáa formælendur þar, en Ágústu Evu (fyrrverandi Sylvíu Nótt) er ákaft hrósað fyrir að ganga út úr þættinum.

Sumpart virðist þetta stafa af ákafri þörf til að hneykslast – hin sífellda hneykslun á internetinu er að verða eitt aðal samskiptaform samtímans. Og sumpart er þetta einhvers konar Þórðargleði, að sjá þá sem hafa flogið hátt brotlenda. Er kannski líka hægt að tala um skort á umburðarlyndi?

Sumir eru reyndar ekki alveg vissir, hvort þeir eigi að hneykslast mest á laginu sem Reykjavíkurdætur fluttu með tilþrifum, því að tónlistin sé léleg (það væri þá ábyggilega í fyrsta sinn að léleg tónlist heyrist í sjónvarpinu), femínismanum almennt eða vegna þess að þáttur Gísla Marteins sé ómögulegur. Nema allt þetta í senn sé hneykslanlegt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?