Maður hefur einhvern veginn á tilfinningunni að gróðafíknin sé að fara úr böndunum á Íslandi, og þá mestanpart í kringum túrismann. Að við séum farin að nálgast algjört stjórnleysi. Í dag heyrði ég af kjallarakompu án glugga sem var leigð til túrista á 85 evrur nóttin. Mér var líka sagt frá 4000 króna hamborgara í sjoppu úti á landi.
Svo les maður í Mogganum að hækkanir á leigu atvinnuhúsnæðis nemi tugum prósenta frá því á síðasta ári. Þarna segir að „stærsta fasteignafélag landsins fari fram á 40-50 % hækkun húsaleigu“.
Maður staldrar við, spyr, hvers konar þensla er þetta? Jú, það er svo merkilegt að lífeyrissjóðirnir íslensku eiga þarna stóran hlut að máli.
Lesandi síðunnar tók saman þessar upplýsingar um hlut lífeyrissjóða í stórum fasteignafélögum.
Reitir Fasteignafélag 57.18% (þar meðtalinn Ríkissjóður Íslands 6,26%!)
Eik fasteignafélag 54,7%
FÍ fasteignafélag 74,6% (amk)
Reginn fasteignafélag 46%
Foss Fasteignafélag 83,49%